24.12.2007 | 15:12
Jólakveðja!
Óska bloggvinum mínum sem og öðrum, sem lesa síðu mína, gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þakka góðar athugasemdir sem og annað á síðu mína hefur verið skrifað, á árinu sem er að líða. Guð geymi ykkur öll!
Jólakveðja!
Kristján Eldjárn Þorgeirsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.12.2007 | 00:42
Stórkostlegir tónleikar á Selfossi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.12.2007 | 17:16
Jólasveinarnir koma á Selfoss
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2007 | 14:47
Frábært Stelpur!
Nú er bara að vona að stelpurnar komist á EM. Það yrði frábært til þess að vita að Íslendingar eigi bæði karla og kvennalið á EM á næsta ári. Það gerist nú ekki á hverjum degi og allavega ekki í öðrum boltagreinum.
Ísland sigraði Bosníu og er á leið í umspilið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2007 | 11:46
Rafmagn til netþjónabús og Kísilhreinsunar
Landsvirkjun ræðir við Verne Holding um orkusölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.10.2007 | 23:51
Hraði er karlmennskutákn
Hraði er karlmennskutákn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.10.2007 | 00:42
Sala á bjór og léttvínum í matvöruverslunum?
Nú er til umræðu hvort leyfa eigi sölu á bjór og léttvíni í verslunum. Ég er bæði hlynntur og andvígur þessu máli. Ég er hlynntur því að því leyti að mér finnst rétt að fólk geti labbað inn í stórmarkað/verslun og keypt sér bjór og léttvín eins og hvern annan drykk, sem hægt er að kaupa í verslunum. Síðan er það að mér finnst ekki að ríkisvaldið eigi að vera að standa í verslunarrekstri sem enginn fær möguleika á að keppa við sakir einokunnar. Og svo er verið að tala um að þetta komi til með auka drykkjuvandann, því er ég algerlega ósammála. Mér hefur einmitt sýnst að þeir sem vilja drekka áfengi ná sér í það hvort sem það er selt í ÁTVR eða ef það væri selt í matvöruverslunum. Svo er það forvarnarþátturinn, sem margir hafa áhyggjur af, að gleymist alveg í sambandi við þetta mál. En ég spyr aftur á móti erum við ekki með ágætis forvarnir í því að hafa áfengiskaupaaldurinn miðaðan við 20 ára aldur. Þessu má alveg halda áfram þó svo að farið verði að selja bjór og léttvín í matvöruverslunum. En svo er líka sagt að afgreiðslufólkið í verslunum séu nær flest öllum tilvikum unglingar, og í kjölfarið kemur þá upp að það megi ekki afgreiða áfengi. Þessu er enginn vandi að bjarga, það má bara setja upp sér horn í verslunum þar sem áfengið yrði haft og fólk þyrfti að greiða fyrir það áður en það fer útúr þessu horni, afgreiðslufólkið þar yrði 20 ára og eldra. Af hverju er hægt að hafa sér mjólkurkæli í verslunum, þar sem allar mjólkurvörur eru geymdar og viðskiptavinirnir fara þar inn og ná sér í þá vöru sem þeir ætla að kaupa? Þá ætti líka að vera hægt að hafa sérstakt vínhorn þar sem fólk fer bara og nær sér í það sem það vill drekka. Eini munurinn á þessu væri sá að í vínhorninu yrðiru að borga áður en þú ferð út úr því en ekki í mjólkurkælinum. Með þessu væri búið að slá tvær flugur í einu höggi, hindra aðgengi barna og unglinga að áfengi, á svipaðan hátt og gert er í ÁTVR, en er þó ekki bundið í klafa einokunnar og tryggir þar af leiðandi samkeppni, sem ég held að komi til með að lækka verð á vörunni, sem er nú alveg fáránlega hátt miðað við í nágrannalöndunum. Með þessu yrði að hafa strangt eftirlit og taka vínsöluleyfið af þeirri verslun sem bryti reglurnar um þessa sölu.
Ég legg til að tilraun, um þetta mál, verði gerð í 5 ár og sjá hver niðurstaðan af því yrði. Ef hún yrði góð eða óbreytt, hvað varðar neyslu, þá er sjálfsagt að halda þessu áfram. En ef hún yrði slæm mætti bara kippa löggjöfinni til baka og láta sölunna aftur undir einokun ríkisvaldsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.9.2007 | 19:49
Guðjón Valur fer í aðgerð á öxl á morgun
Guðjón Valur fer í aðgerð á öxl á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2007 | 20:36
Spaugstofan án Randvers
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.9.2007 | 17:50
Selfoss í 1. deild
Það er frábært til þess að vita að Selfossliðið er komið upp í 1. deild. Fyrir mér var það nú eða aldrei þar sem allar aðstæður til að komast upp voru fyrir hendi, liðið sennilega það sterkasta sem við höfum átt lengi, reyndar með fullri virðingu fyrir öllum sem hafa spilað fyrir liðið undanfarin ár, fjölgun liða í 1. deild sem gerði það að verkum að þrjú lið fóru upp úr 2. deild á þessu tímabili og síðast en ekki síst frábær þjálfari. Allt þetta hefur hjálpast að að gera þetta að veruleika eftir 13 ára baráttu við að ná þessu markmiði, sem svo oft hefur verið svo nálægt að takast undanfarin ár. Það tókst núna allavega og það er vel. Og næsta skref, fyrir liðið, er að halda sæti sínu í deildinni að ári og ef allir leggjast á eitt með það þá á það að vera raunhæft markmið. Það er allavega næsta þerp í stiganum á leið á toppinn sem allir stefna á.
Strákar, sem og allir Selfossbúar! Til hamingju með árangurinn!
Selfoss og KS/Leiftur í 1. deild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Kristján Eldjárn Þorgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar