Rafmagn til netþjónabús og Kísilhreinsunar

Hvað ætli svona starfsemi noti mikið rafmagn? Það er svolítið skrýtin tilhneiging að það þurfi að virkja allar lækjarsprænur ef einhver vill setja upp einhverja starfsemi hérna. Ég held að það væri gaman hjá fjölmiðlum að athuga það hvað þessar starfsemir noti mikið rafmagn og hvort það þurfi virkilega að virkja meira fyrir svona starfsemi. Síðan má líka athuga hvort ekki sé hagkvæmara fyrir Hitaveitu Suðurnesja að skaffa rafmagn fyrir netþjónabú á varnarliðssvæðinu gamla í Keflavík og Orkuveitu Reykjavíkur til Kísilhreinsunarverksmiðju í Þorlákshöfn. Það er styttra fyrir þessa aðila að leggja raflagnir á þessa staði, HS frá Reykjanesvirkjun og OR frá Hellisheiðarvirkjun, heldur en Landsvirkjun að leggja rafmagn frá Þjórsárbökkum
mbl.is Landsvirkjun ræðir við Verne Holding um orkusölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vignir Arnarson

Heir heir þú ert snillingur "frændi" tek heilshugar undir þetta sjónarmið og held að þetta sé neflinlega nokkuð rétt hjá þér að varla þurfi að virkja fyrir nokkrar tölvur.Þorlákshöfn fyrir hönd suðurlandsins alls þarf vissulega rafmagn til stóriðju.

Vignir Arnarson, 10.11.2007 kl. 14:11

2 Smámynd: Anna Sigga

Kristján!!  Hvað ertu að segja?!?

Anna Sigga, 20.11.2007 kl. 10:53

3 Smámynd: Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Það sem ég er að segja er að ég er ekki á móti svona starfsemi eins og netþjónabúi og kísilhreinsun.  En ég er að segja að það væri gaman að vita hvort ekki er til nóg rafmagn fyrir allavega aðra, eða báðar starfsemirnar, nú þegar í landinu.  Ef svo er ekki þá væri sniðugra að láta HS og OR skaffa rafmagn fyrir þessar starfsemi sökum staðsetningar.  En svo er ég á móti að fórna neðri hluta Þjórsár fyrir þetta.

Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 22.11.2007 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Höfundur

Kristján Eldjárn Þorgeirsson
Kristján Eldjárn Þorgeirsson
Höfundur er góður drengur og með ákveðnar skoðanir á mörgum málum. Honum er fátt óviðkomandi. Einnig er hann húmoristi og tekur þar af lífið mátulega hátíðlega
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 15357

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband