7.9.2007 | 21:51
Snilldar nafn á liði
Níu marka sigur Valsmanna á Viking Malt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.8.2007 | 23:54
Gott framtak
Það er gott að vita til þess að það sé farið að taka á ungu fólki sem hagar sér illa í umferðinni. Þetta tel ég mjög vitræna aðgerð, því þarna er verið að refsa þeim sem aka eins og vitleysingar og sýna að þeir hafi ekki dómgreind eða þroska til að stjórna ökutæki. Þarna er ekki refasð öllum hópnum fyrir heimskupör einhverja kjána sem ekki getað hagað sér vel í umferðinni. Ég held að þetta sé skynsamari lausn heldur en að fara að hækka bílprófsaldurinn eða eitthvað slíkt, því þarna læra viðkomandi aðilar að skammast sín, vonandi. Svo er spurning hvort ekki eigi að taka inn í þetta líka greindar og viðhorfspróf. Því þá sést hverjir kunna að skammast sín og hverjir ekki af þessum greyjum. Og láta þá sem sýnilega kunna að skammast sín fá prófið aftur en hinir þurfa að bíða þar til þeir standast allan þáttinn, þ.e. bóklegt og verklegt ökupróf og þá greindar og viðhorfspróf í leiðinni.
nóg í bili!
Eldjárn kveður!
Ellefu ungir ökumenn settir í akstursbann á Selfossi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.8.2007 | 23:26
Alfreð stjórnar landsliðinu framyfir EM
Þetta eru stórkostlega góðar fréttir fyrir áhugamenn um íslenska landsliðið í handbolta. Alfreð Gíslason er lang hæfasti, af mörgum hæfum, íslenski þjálfarinn til að stjórna landsliðinu. Nú er bara að vona að okkar sterkustu leikmenn verði heilir þannig að Ísland geti stillt upp sínu sterkasta liði. Staðreyndin er nefnilega sú að ef menn eins og Einar Hólmgeirsson og Garcia, ásamt nokkrum öðrum, sleppa við meiðsli þá er komin miklu meiri breidd í íslenska liðið heldur en var á síðasta móti. Með Einar í hóp þá getur Alfreð leyft sér að hvíla Óla Stefáns í smá tíma í hverjum leik og þar af leiðandi nýtist hann betur liðinu. Sama er að segja um ef Garcia verður með, þá kemur möguleiki á að hvíla Arnór eða Loga reglulega í leikjum án þess að það komi að sök. ´
Ég ætla að halda því fram hér með að ef allir landsliðsmennirnir verða ómeiddir og allt smellur eins og það á að gera í leikjunum þá má alveg gera ráð fyrir að Ísland spili um verðlaun á EM. Það er allavega nóg breidd í liðinu til þess.
Alfreð stjórnar landsliðinu framyfir EM | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.8.2007 | 22:38
Snilldar tónleikar í Laugardalnum
Shady söng með Stuðmönnum í Laugardal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.8.2007 | 17:06
Erill og ölvun í Eyjum
Erill og ölvun í Eyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.8.2007 | 22:55
Herjólfur fullur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2007 | 22:29
Mömmudrengur á sjötugsaldri!
Mömmustrákur á sjötugsaldri komst í klandur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.7.2007 | 00:03
Snorri Sturluson var frumkvöðull!
Fór í gott ferðalag um Borgarfjörðinn í gær. Byrjaði reyndar á að skunda á Þingvöll, við Öxará, og treysta mín heit. Því næst var keyrt, sem leið lá upp á Kaldadal og þar var bar fyrir augu stórbrotið landslag. Dalurinn var samt ekkert kaldur. Á þessari leið bar fyrir augu fjall sem heitir því skemmtilega nafni OK. En eins og flestir vita þá er orðið OK, liggur við, daglega notað í samskiptum fólks á milli, t.d. á msn spjallinu svo og í sms skeytum. Hann hefur verið langt á undan sinni samtíð sem skírði fjallið OK. Þegar niður af Kaldadal kom þá var skoðað sig um í Húsafelli. Stórbrotið landslag þar. Prófaði að lyfta Húsafellshellunni en náði henni ekki alveg upp. Því næst var haldið sem leið lá að Hraunfossum og Barnafossi. Þetta var tilkomumikil sjón, ægifagurt hvernig fossarnir koma undan hrauninu og svo aflið í Barnafossi, þvílíkt afl sem þarna er á ferð þegar Hvítá fossast um þennan þrönga farveg sinn. Svo var haldið sem leið lá að Reykholti og sá merki staður skoðaður. Þar komst ég að því að Snorri Sturluson hefur verið frumkvöðull, ekki bara í sagnaritun heldur líka því að hann hefur verið fyrsti Íslendingurinn sem er með heitan pott á pallinum hjá sér. Eflaust hefur það hjálpað honum við að semja Edduna sína og einnig Heimskringlu. Þarna hefur hann getað slakað á og hugsað næstu blaðsíður í þessum merku ritum. Snorri hefur sannalega verið snjall maður. Fyrsti Íslendingurinn til að eignast heitan pott. Þegar Reykholt var útskoðað þá var haldið áfram og sveitir Borgarfjarðar skoðaðar þ.e.a.s. austan megin í honum. Hvanneyrarstaður varð á vegi okkar. Þaðan á maður margar góðar minningar þaðan frá því að maður var þar við nám undir lok síðustu aldar. Alltaf gaman að koma á Hvanneyri. Borgarnes var næsti viðkomustaður. Sá staður hefur stækkað gríðarlega og er mjög snirtilegur og fallegur. Frá Borgarnesi var haldið í átt að Reykjavík, en í staðinn fyrir að fara hina hefðbundnu gangnaleið til borgarinnar var ákveðið að keyra Hvalfjörðinn. Þar sá maður áþreifanlega hvernig sú samgöngubót, sem Hvalfjarðargöngin eru, hefur breytt þeim áfangastöðum sem voru í Hvalfirðinum, þ.e. Ferstyklu, Þyrli og Botnskála. Þarna sem allt iðaði af lífi fyrir nokkrum árum, er varla nokkurn mann að sjá í dag og engin greiðasala opin fyrir hinn almenna ferðamann, sem langar til að rifja upp keyrsluna fyrir Hvalfjörðinn. Það er hálf eyðilegt að keyra þarna um. Þegar til borgarinnar var komið var ákveðið að halda beint heim á Selfoss þar sem ferðaþreytan var að ná tökum á fólkinu og verulega tekið að halla degi.
Nóg í bili!
Eldjárn kveður!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.6.2007 | 23:46
Hvað eru menn að spá?
Sá áðan í 22 fréttum í sjónvarpinu, á RUV, að hundi hafði verið misþyrmt svo hrottalega að hann lést að þeim völdum. Hvað eru menn að spá að gera svona? Hversu illa innrættir eru menn að gera svona? Og af hverju leita menn sér ekki hjálpar, ef þeim líður illa í staðinn fyrir að gera svona? Að taka lítið saklaust dýr, setja það í íþróttatösku og sparka í það þangað til það deyr lýsir svo miklum hrottaskap að maður á ekki til neitt einasta orð. Hvar fá menn eiginlega hugmynd að því að gera svona? Ég bara spyr. Er það úr einhverjum amerískum lágkúru óraunveruleikaþætti eða er það einhversstaðar annarsstaðar? Ég veit það ekki. En það er eitt sem mér þykir skuggalegt við fréttina og það er það að lögreglan skuli ekki hafa sinnt þessu strax og hún fékk tilkynningu um þetta voða verk umrætt kvöld. Mér finnst ekki hægt hjá þeim að skýla sér á bak við það að það hafi verið svo mikið að gera að þeir hafi ekki getað sinnt þessu. Það er frekar ódýr afsökun og ótrúverðug. En mér skilst einnig að það sé búið að kæra þessa menn og vonandi að þeir fái refsingu sem hæfir broti þeirra. Ill meðferð á dýrum er grafalvarlegt mál.
Nóg í bili!
Eldjárn kveður!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.6.2007 | 22:08
Urriðafossvirkjun
Í gærkvöldi var haldinn fjölmennur íbúafundur í Flóahreppi um það hvort taka ætti Urriðafossvirkjun inn á aðalskipulag aftur, en áður hafði sveitarstjórnin tekið hana af skipulagi. Af því sem maður les á fréttamiðlum þá ríkir almenn andstaða í sveitinni við það að þetta verði haft inn á skipulagi. Á fundinum, skilst mér að boðnir hefðu verið tveir kostir, annars vegar að ef sveitarfélagið hefði virkjunina inn á skipulagi þá myndi Landsvirkjun kosta breytingu á Hamarsveginum og Urriðafossveginum, lagningu aðveitu vatnsveitu og styrkingu á gsm kerfinu í Flóanum og hins vegar að aðalskipulagið gerði ráð fyrir að engin virkjun yrði við Urriðafoss. Mér finnst þetta svívirðilega mikill hroki hjá Landsvirkjun að reyna að kaupa sveitarstjórnina með svona löguðu. Ég er ekki íbúi í Flóahreppi en kem þar samt oft og ek þá um umræddan Hamarsveg. Oft er hann ekkert sérstaklega góður en stundum er hann eins og vel malbikaður vegur. Jú, það væri gott að fá á hann varanlegt bundið slitlag en því miður á það ekki að vera mál Landsvirkjunar að malbika hann, en vegagerðin og ríkið eiga að sjá til þess. Með styrkingu gsm sambands í Flóanum þá er það á höndum símans að sjá um það. Reyndar er gsm samband ekki svo slæmt í Flóanum. Þar sem ég þekki til í Flóanum þá er aðeins á einum stað sem er lélegt gsm samband en það er í Skógsnesi, annarsstaðar er það allt í lagi að ég held. Um vatnsveituna þá verð ég að segja það að mér finnst kalda vatnið í sveitinni mjög gott og jafn vel betra en á Selfossi. Þannig að af þessum málum sem ég hef rakið hér finnst mér Landsvirkjun vera að slá ryki í augun á sveitarstjórn og íbúum hreppsins. Landsvirkjun ætti að skammast sín fyrir svona vinnubrögð og reyna að gera eitthvað betra. Landsvirkjun verður að gera sér grein fyrir því að sveitarfélagið fær engin fasteignagjöld af þeim mannvirkjum sem þarna koma til með að rísa, þar sem þau lenda í öðrum sveitarfélögum. Það er rétt hjá íbúum Flóahrepps að mótmæla svona gylliboðum og senda Landsvirkjun þau skilaboð að það þýði ekki að koma svona fram. Heyr heyr fyrir Flóahreppi
Nóg í bili!
Eldjárn kveður!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Kristján Eldjárn Þorgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar