Smá sumarfrí frá blogginu

Hef ákveðið að fara í smá bloggfrí þar sem annir eru miklar hjá mér þessa dagana.  Kem aftur þegar ég þarf að létta á mér!

Sumarkveðjur!

Eldjárn


Orkudrykkjir veita upplyftingu!

Það er allt hægt í bandaríkjunum.  Í Fréttablaðinu í dag, nánar tiltekið á bls. 2, sá ég smá frétt um það að 29 ára gamall maður, í bandaríkjunum, hefði farið í dómsmál við orkudrykkjarframleiðanda í Sviss vegna þess að maðurinn hafði neytt orkudrykkjar frá þessu fyrirtæki.  Neysla hans kostaði það að maðurinn fékk krónískt holdris, að ein sögn.  Skildist mér á fréttinni að allt hefði verið á uppleið, hjá manninum, meira og minna í tvö ár, og var þetta svo slæmt að maðurinn þurfti að fara í aðgerð til að ná sér niður.  Skil ekkert í manninum að vera að kvarta yfir þessu.  Það hlýtur að gera ástarlífið gott að vera alltaf til þjónustu reiðubúinn.  Þetta hlýtur reyndar að hafa verið pínlegt fyrir hann að fara út á meðal fólks svona á sig kominn.  Já, það er nú einu sinni þannig að allt hefur bæði kosti og galla.

En, samkvæmt þessu,  þá er greinilega hægt að höfða dómsmál út af öllu í Bandaríkjunum, sama hversu lítið það er.  Bandaríkjamenn eru frekar sérstakir.

Nóg í bili!

Eldjárn kveður!


Að reyna að búa til hneyksli

Þá er maður loksins búinn í sauðburðinum í sveitinni og getur þar af leiðandi farið að blogga aftur.  En nóg um það.  Var að spá í það hvort tímaritið Ísafold væri að reyna að búa til hneyksli með því að setja þetta fram um Gunnar Birgirsson, bæjarstjóra í Kópavogi, þar sem hann var staddur á nektarstaðnum Goldfinger.  Hvaða máli skiptir það hvort hann hafi verið þarna eða ekki.  Maðurinn á sitt einkalíf þó að hann sé bæjarstjóri, og hvað hann gerir í sínum frítíma kemur þjóðinni ekki við.  Það stendur nefnilega hvergi að það sé bannað fyrir embættismenn og stjórnmálamenn að það sé bannað að fara út á lífið, í sínum frítíma þó það hafi eitthvert embætti, hvort sem það er bæjarstjórar, alþingismenn eða ráðherrar.  Á meðan þetta fólk hagar sér skykkanlega, líkt og aðrir borgarar í þessu landi þá eiga ekki blöð og tímarit að vera að slá því upp að þessi eða hinn hafi verið á þessum eða hinum skemmtistaðnum skiptir ekki máli.  Þetta er bara enn ein tilraunin til að reyna að búa til hneyksli.  

Nóg í bili!

Eldjárn kveður! 


Að blogga

Hef nú haldið þessari bloggsíðu minni úti í rúma 2 mánuði.  Hef komist að því að er ekki eins auðvelt að blogga og ég hélt.  Kanski er það vegna þess að ég einsetti mér það frá upphafi að segja ekki frá sjálfum mér, og mínum gjörðum, á hverjum degi.  Gæti bloggað fullt af færslum um hvernig dagurinn í dag hafi verið og hvað ég hafi gert.  En því bara nenni ég ekki.  Mér finnst engum koma það við hvort ég fór í sokkinn á hægri fæti á undan sokknum á vinstri fæti,  hvað vinnufélagarnir sögðu, hvað ég borðaði í hádeginu, hvort ég hafi eldað kvöldmat og hvenær ég var búinn að vaka upp, og þar fram eftir götunum. 

Ég ákvað strax frá upphafi að fjalla hér um þjóðfélagsmál og mál svona héðan og þaðan úr samtímanum svo eitthvað sé nefnt.  Það sem er svolítið gaman við að halda úti þessari bloggsíðu er að sjá að það eru einhverjir sem hafa gaman af því að lesa það sem maður skrifar, og fá jafnvel athugasemdir við skrif manns.  Svo eignast maður bloggvini, þar getur maður sagt skoðun sína á þeirra skrifum og einnig hjá þeirra bloggvinum.

Já! það er bara þræl gaman að blogga og mun ég reyna að halda því áfram á meðan ég tel mig hafa eitthvað að segja, en mun þó ekki fara að skrifa um sjálfan mig og mínar daglegu þarfir, nema þá í brínustu neyð.

Nóg í bili!

Eldjárn kveður!


Stjórnarmyndun

Nokkur skondin atriði hefur mér dottið í hug í kringum þetta ferli sem stjórnarmyndun þessi er.  T.d. sagði Geir Haarde um daginn að hann myndi ganga á fund forsetans og biðjast lausnar og fá nýtt umboð til myndunar stjórnar.  Það er tvennt í þessu sem ég vissi ekki og það er að það virðist vera að Geir sé bæði góður göngumaður og ljósmyndari,  vegna þess að hann sagðist ætla að ganga til Bessastaða, ætli hann hafi gengið eftir reykjavíkurveginum eða farið aðra leið?  Og svo vissi ég ekki að Geir væri góður ljósmyndari.  En það hlýtur að vera fyrst honum er falið að mynda nýja stjórn, það er semsagt Geir sem tekur allar myndirnar af ríkisstjórninni, Hann hlýtur að eiga góða myndavél.  Ég hefði ráðið Gunnar Sigurgeirsson atvinnuljósmyndara til að mynda hana, hann býr líka á Selfossi og hefði ekkert munað um það skjótast á Þingvelli og mynda Sollu og Geir að tala saman.   

Svo eru það allar þessar þreifingar, sem fjölmiðlamenn tölum um, strax á eftir kostningunum.  Var að spá í hvort þeir hefðu verið að meina þetta eitthvað kynferðislega.  Geir að þreifa á Ingibjörgu? Hvað ætli maðurinn hennar og konan hans Geirs segi um það? 

Nóg í bili!

Eldjárn kveður! 


Veitingastaðir

Var í kvöld í heimsókn hjá mömmu og pabba.  Þar var ákveðið að hafa bara eitthvað létt í kvöldmatinn,  kjúklingabitar og meðlæti, frá KFC, varð maturinn sem snæddur var þetta kvöldið.  Ég var sendur út til að kaupa matinn.  Þetta er kanski ekki til frásagnar færandi nema það að ég mæti á KFC og bið um einn fjölskyldupakka með öllu tilheyrandi.  En þá byrjaði ballið, stelpan sem var að afgreiða mig horfir lengi á mig og segir síðan "á að borða hér eða taka með".  Og þar sem ég er nú í þykkari kantinum, þá sló þetta mig svolítið þar sem mér fannst hún vera að gera lítið úr mér.  Hélt greinilega að ég ætlaði að borða þetta allt saman einn.  Stúlkukindin hafði alla burði til að sjá að ég var einn á ferð þar sem hún fylgdist með mér koma inn.  Þetta leit út eins og það væri verið að gera grín að feitu fólki og finna að því að keypti svona mat.  Þetta pirraði mig núna þar sem þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég lendi í þessu þar sem þetta er líka upp á teningnum á Subway. " Á að taka með eða borða hér" þegar maður er að kaupa tvo báta þar og allir súmma á mann og hugsa djöfull ætlar hann að éta þessi, ekki skrítið að hann sé feitur.  Þetta verður starfsfólkið á svona stöðum að passa.

Nóg í bili !

Eldjárn Kveður!


Sölumennska

Sá í fréttablaðinu í gær auglýsingu frá BT um að hægt væri að kaupa hjá þeim LCD sjónvarp fyrir litlar 159.000 kr, og í kaupbæti fylgdi að ef kaupandi tækisins átti að fá að giska á í hvaða sæti Ísland hafnaði í Eurovision, óg ef honum tækist að giska á rétt sæti þá myndi BT endurgreiða viðkomandi sjónvarpið.  Sannalega snilldar sölumennska,  þar sem vitað mál er að Íslendingar eru upp til hópa bjartsýn þjóð, þá er alveg öruggt að flestir spá flestir spá Íslandi sigri.  Þeir vita hvað þeir eru að gera, þessir BT menn.  En hvað svo ef Ísland vinnur þessa keppni og BT hefur kanski selt 100 sjónvörp og 80 manns hafi giskað á rétt, þá þýðir það að BT verður að greiða litlar 12.720.000 kr til viðkomandi aðlila.  Það væri nú svolítið fyndið ef Ísland ynni keppnina og að BT þyrfti að borga,  þeir myndu sjálfsagt ekki fara í svona leiki í bráð, búnir að tapa hátt í 13 milljónum á einu bretti.

En það versta í þessu er að þetta er gylliboð sem gengur í fólk, sem er svo sem í lagi ef fólk á fyrir þessu, en það er slæmt mál þegar svona er sett upp til að freista fólks, sem á varla til hnífs og skeiðar.

Nóg í bili!

Eldjárn kveður!


Hundarðogellefu meðferð á hrossum

Sá í þættinum Kompás á Stöð 2 í kvöld sláandi myndband af tamningarmanni sem var að misþyrma hestinum sínum.  Það er alveg ótrúlegt að þetta skuli sjást hjá mönnum sem gefa sig út fyrir að vera tamningarmenn.  Þarna var það greinilegt að hesturinn vildi ekki gera eins og maðurinn vildi, og þá ruddist hann bara af baki og byrjaði að berja hestinn með písknum sínum, einnig sást hann sparka í hann og kýla með krepptum hnefa framan á snoppuna á klárnum.  Stundum, þegar maður sér einhvern misþyrma einhverjum, sem ekki getur borið fyrir sig varnir, langar mann svo að blanda sér í málið og tugta gerandan rækilega til, svo reiður verður maður.  Í þessu tilviki langaði mig til hoppa inn í sjónvarpstækið, það er því miður ekki hægt nema að eyðileggja það og slasa sig, og lúskra á þessum manni á sama hátt og hann gerði við hestinn.

Þar sem ég er hestamaður, þá blöskraði mér að sjá þetta og fannst að Kompás hefði átt að birta mynd og nafn á þessum manni, þannig að fólk, sem þarf að láta temja fyrir sig, geti varað sig á honum, því hann getur auðveldlega eyðilagt góðan og efnilegan hest með svona aðferðum.  Hestar eru í eðli sínu miklar hópsálir og sumir hverjir þola illa að vera skildir frá hópnum.  Í tamningu gerist það að hestur, verið er að byrja á að temja, leitar til tamningamannsins til að fá félagsskap frá honum og einnig lítur hesturinn á manninn sem leiðtoga, og er þar af leiðandi tilbúinn að gera það sem tamningamaðurinn biður hann um.  Grundvöllurinn að þessu er að maður og hestur tali sama "tungumálið" þ.e. ekki svo að maðurinn standi hneggjandi í gerðinu og tali þannig við hestinn, heldur er þetta gert með ákv. merkjum, bendingum og hljóðmerkjum, sem báðir aðilar skilja.  Um er að gera að umbuna hestinum þegar hann gerir rétt og refsa honum jákvætt þegar hann gerir vitlaust.  Refsingin má samt ekki vera þannig að maður berji eða meiði dýrið.  Refsing í tamningu er ofsalega vandmeðfarin og þarf að gerast á hárnákvæmu augnabliki m.ö.o. um leið og hesturinn gerir eitthvað vitlaust á að leiðbeina honum strax inn á rétta braut aftur.  Ef maður ætlar að geyma refsinguna og beita henni seinna þá skilur hesturinn ekkert hvað þú ert að gera og refsingin verður marklaus og virkar sem eitthvað neikvætt fyrir hestinn.  Pískur er einnig notaður við tamningar, sem hamlandi og/eða hvetjandi tæki en ekki sem barefli.  Hestur sem laminn er með písk, man það fyrir lífstíð og kemur til með að hræðast alltaf písk þegar farið er á bak og það getur gert knapanum lífið leitt.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar,  stendur einhversstaðar, og ég held að það eigi ekki síður við í hestatamningum jafnt sem í mannlegum samskiptum.  Held,að í þessu Kompás dæmi, að þessi maður hafi alveg gleymt þessu, eða hafi ekki vit á því.  Þannig leit það allavega út í sjónvarpinu.

Nóg í bili!

Eldjárn kveður!


Að fara á djammið

Hef stundum farið á djammið um helgar og það gerði ég um síðustu helgi.  Að fara á djammið hér á Íslandi er svolítið sérstakt.  Þar sem skemmtistaðir eru sumir hverjir bara opnir til klukkan 3 þá samt mætir sumt fólk ekki fyrr en á bilinu 2 - 2:30.  Þegar það mætir þá byrjar það að þerfa við dyraverðina um að fá frítt inn af því að klukkan er orðin svo margt.  Þegar því verður ekkert ágengt með það fer það fram á að fá helmingsafslátt.  Afhverju kemur fólk bara ekki fyrr á skemmtistaðina, ef það tímir ekki að borga fullt verð í aðgangseyri? 

Síðan er það fólkið sem er að skemmta sér svo vel að það dansar og tjúttar út um allt hús, með tilheyrandi óþægindum fyrir annað fólk.  T.d. er maður búinn að kaupa sér bjór og hyggst fara að neyta hans, þá er kanski glasið tómt, og mest allt innihaldið hefur farið í fötin hjá manni, af því að einhver tjúttari er búinn að dansa utan í mann.  Stundum líður manni líka eins og kind í Skeiðaréttum, sem bíður eftir því að vera dreginn í dilk, og þá sérstaklega þegar fólk lokar gangveginum með því að vera að velja sér þann stað til að vera á trúnó.  Af hverju finnur það sér ekki annan stað til að frussa upp í eyrun á hvoru öðru?

Svo er einn hópurinn enn, sem maður tekur eftir, en það er fólk á miðjum aldri sem djammar ekki mjög oft.  Karlmennirnir í þessum hópi eru sértstaklega  slæmir hvað það varðar að ef maður hittir þá á barnum, þá er ég að tala um að maður þekki þá.  Þá er alveg öruggt að maður fær hluta af bjórnum sínum og jafnvel hans, í fötin sín.  Þeir þurfa nefnilega alltaf að taka utan um mann og lemja svo á bakið á manni og segja: " Gaman að sjá þig" eða eitthvað í þá veruna.

Já það er forvitnilegt að fylgjast með fólki á djammi.  Þetta hef ég stundum gert mér til gamans. 

Nóg í bili!

Eldjárn kveður!


Skoðanakannanir

Hef lengi verið að velta því fyrir mér hvort skoðanakannanir séu eitthvað til að taka mark á.  Ég hafði þá trú að svo væri, en undanfarna daga hef ég efast stórlega um þær.  Það birtast þessa dagana kannanir um fylgi stjórnmálaflokkana, fyrir komandi alþingiskostningar, og engri þeirra ber saman nema að því leyti að vinstri grænir koma yfirleitt vel út.  Síðan er eitt sem er svolítið athyglivert og það er það að úrtakið í þessum könnumum er yfirleitt lágt, oftast um 800 manns. Svarhlutfallið er yfirleitt rétt um 60% sem þýðir að um 500 manns svara.  Sem segir manni hvað?   Heldur fátt að ég held.  Í kjördæmi þar sem yfir 30000 manns eru á kjörskrá og gerð er könnun fyrir það þar sem úrtak er 800 manns og 500 svara þá er það afskaplega lítill hópur kjósenda sem svarar,  þetta er nánast eins og íbúafjöldinn á Eyrarbakka.  Svona kannanir segja manni ekkert og eru meira til þess gerðar, að ég held, að blekkja fólk.

Ég held að fjölmiðlar, sem kanski gera könnunina, hagræði niðurstöðunum svolítið til þess að búa sér til fréttir.  Það er enginn vandi að búa svona könnun til í Excel.  Þetta sést best á því þegar Ríkissjónvarpið og Stöð 2 gera áhorfskannanir.  Þá er alltaf 9 af hverjum 10 vinsælum þáttum stöðvanna á sitthvorri stöðinni,  þetta fer eftir hvor stöðin gerir könnunina, virðist vera.  En aftur að viðfangsefninu. Ég held líka að fjölmiðlar vilji breytingar á landsstjórninni og það er svo sem ekkert að því, það er þeirra skoðun. Eru sennilega orðnir þreyttir á að tala alltaf við sama fólkið.  Þeir sýna vilja sinn með því að gera svona kannanir sem ekkert eru marktækar, og reyna þar með að hafa áhrif á kjósendur.  Já máttur fjölmiðlana er mikill, að því er virðist.  Það er klárt að fjölmiðlar vilja ríkisstjórn sem samanstendur af Sjálfstæðisflokki og Vinstri Grænum,  kannanirnar segja það allavega.

Það lítur kanski út fyrir það að ég sé reiður og argur útaf stöðu míns flokks í þessum könnunum, en það er ég alls ekki.  Ég vil bara ekki að fólk sé platað með þessum hætti og að það sé óbeint verið að hafa áhrif á hvað fólk kýs í kostningum. 

Nóg í bili!

Eldjárn kveður


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Höfundur

Kristján Eldjárn Þorgeirsson
Kristján Eldjárn Þorgeirsson
Höfundur er góður drengur og með ákveðnar skoðanir á mörgum málum. Honum er fátt óviðkomandi. Einnig er hann húmoristi og tekur þar af lífið mátulega hátíðlega
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 15432

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband