Sala á bjór og léttvínum í matvöruverslunum?

Nú er til umræðu hvort leyfa eigi sölu á bjór og léttvíni í verslunum.  Ég er bæði hlynntur og andvígur þessu máli.  Ég er hlynntur því að því leyti að mér finnst rétt að fólk geti labbað inn í stórmarkað/verslun og keypt sér bjór og léttvín eins og hvern annan drykk, sem hægt er að kaupa í verslunum.  Síðan er það að mér finnst ekki að ríkisvaldið eigi að vera að standa í verslunarrekstri sem enginn fær möguleika á að keppa við sakir einokunnar.  Og svo er verið að tala um að þetta komi til með auka drykkjuvandann, því er ég algerlega ósammála.  Mér hefur einmitt sýnst að þeir sem vilja drekka áfengi ná sér í það hvort sem það er selt í ÁTVR eða ef það væri selt í matvöruverslunum.  Svo er það forvarnarþátturinn, sem margir hafa áhyggjur af, að gleymist alveg í sambandi við þetta mál.  En ég spyr aftur á móti erum við ekki með ágætis forvarnir í því að hafa áfengiskaupaaldurinn miðaðan við 20 ára aldur.  Þessu má alveg halda áfram þó svo að farið verði að selja bjór og léttvín í matvöruverslunum.  En svo er líka sagt að afgreiðslufólkið í verslunum séu nær flest öllum tilvikum unglingar, og í kjölfarið kemur þá upp að það megi ekki afgreiða áfengi.  Þessu er enginn vandi að bjarga, það má bara setja upp sér horn í verslunum þar sem áfengið yrði haft og fólk þyrfti að greiða fyrir það áður en það fer útúr þessu horni, afgreiðslufólkið þar yrði 20 ára og eldra.  Af hverju er hægt að hafa sér mjólkurkæli í verslunum, þar sem allar mjólkurvörur eru geymdar og viðskiptavinirnir fara þar inn og ná sér í þá vöru sem þeir ætla að kaupa? Þá ætti líka að vera hægt að hafa sérstakt vínhorn þar sem fólk fer bara og nær sér í það sem það vill drekka.  Eini munurinn á þessu væri sá að í vínhorninu yrðiru að borga áður en þú ferð út úr því en ekki í mjólkurkælinum.  Með þessu væri búið að slá tvær flugur í einu höggi, hindra aðgengi barna og unglinga að áfengi, á svipaðan hátt og gert er í ÁTVR, en er þó ekki bundið í klafa einokunnar og tryggir þar af leiðandi samkeppni, sem ég held að komi til með að lækka verð á vörunni, sem er nú alveg fáránlega hátt miðað við í nágrannalöndunum.  Með þessu yrði að hafa strangt eftirlit og taka vínsöluleyfið af þeirri verslun sem bryti reglurnar um þessa sölu.

Ég legg til að tilraun, um þetta mál, verði gerð í 5 ár og sjá hver niðurstaðan af því yrði.  Ef hún yrði góð eða óbreytt, hvað varðar neyslu, þá er sjálfsagt að halda þessu áfram.  En ef hún yrði slæm mætti bara kippa löggjöfinni til baka og láta sölunna aftur undir einokun ríkisvaldsins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GK

Ég legg til að við fáum okkur bjór!

GK, 24.10.2007 kl. 18:02

2 identicon

Ég er algjörlega á móti þessu. Þetta mun hækkað verð umtalsvert, fækka valmöguleikum á tegundum, þjónustan verður fjarri því eins góð osfrv.

Vil ekki sjá þetta frumvarp hinna veruleikafirrtu Sus-ara verða að veruleika. 

ArnarG (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Höfundur

Kristján Eldjárn Þorgeirsson
Kristján Eldjárn Þorgeirsson
Höfundur er góður drengur og með ákveðnar skoðanir á mörgum málum. Honum er fátt óviðkomandi. Einnig er hann húmoristi og tekur þar af lífið mátulega hátíðlega
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 15357

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband