Snorri Sturluson var frumkvöšull!

Fór ķ gott feršalag um Borgarfjöršinn ķ gęr.  Byrjaši reyndar į aš skunda į Žingvöll, viš Öxarį, og treysta mķn heit.  Žvķ nęst var keyrt, sem leiš lį upp į Kaldadal og žar var bar fyrir augu stórbrotiš landslag.  Dalurinn var samt ekkert kaldur.  Į žessari leiš bar fyrir augu fjall sem heitir žvķ skemmtilega nafni OK.  En eins og flestir vita žį er oršiš OK, liggur viš, daglega notaš ķ samskiptum fólks į milli, t.d. į msn spjallinu svo og ķ sms skeytum.  Hann hefur veriš langt į undan sinni samtķš sem skķrši fjalliš OK.  Žegar nišur af Kaldadal kom žį var skošaš sig um ķ Hśsafelli.  Stórbrotiš landslag žar.  Prófaši aš lyfta Hśsafellshellunni en nįši henni ekki alveg upp.  Žvķ nęst var haldiš sem leiš lį aš Hraunfossum og Barnafossi.  Žetta var tilkomumikil sjón, ęgifagurt hvernig fossarnir koma undan hrauninu og svo afliš ķ Barnafossi, žvķlķkt afl sem žarna er į ferš žegar Hvķtį fossast um žennan žrönga farveg sinn.  Svo var haldiš sem leiš lį aš Reykholti og sį merki stašur skošašur.  Žar komst ég aš žvķ aš Snorri Sturluson hefur veriš frumkvöšull, ekki bara ķ sagnaritun heldur lķka žvķ aš hann hefur veriš fyrsti Ķslendingurinn sem er meš heitan pott į pallinum hjį sér.  Eflaust hefur žaš hjįlpaš honum viš aš semja Edduna sķna og einnig Heimskringlu.  Žarna hefur hann getaš slakaš į og hugsaš nęstu blašsķšur ķ žessum merku ritum.  Snorri hefur sannalega veriš snjall mašur.  Fyrsti Ķslendingurinn til aš eignast heitan pott.  Žegar Reykholt var śtskošaš žį var haldiš įfram og sveitir Borgarfjaršar skošašar ž.e.a.s. austan megin ķ honum.  Hvanneyrarstašur varš į vegi okkar.  Žašan į mašur margar góšar minningar žašan frį žvķ aš mašur var žar viš nįm undir lok sķšustu aldar.  Alltaf gaman aš koma į Hvanneyri.  Borgarnes var nęsti viškomustašur.  Sį stašur hefur stękkaš grķšarlega og er mjög snirtilegur og fallegur.  Frį Borgarnesi var haldiš ķ įtt aš Reykjavķk, en ķ stašinn fyrir aš fara hina hefšbundnu gangnaleiš til borgarinnar var įkvešiš aš keyra Hvalfjöršinn.  Žar sį mašur įžreifanlega hvernig sś samgöngubót, sem Hvalfjaršargöngin eru, hefur breytt žeim įfangastöšum sem voru ķ Hvalfiršinum, ž.e. Ferstyklu, Žyrli og Botnskįla.  Žarna sem allt išaši af lķfi fyrir nokkrum įrum, er varla nokkurn mann aš sjį ķ dag og engin greišasala opin fyrir hinn almenna feršamann, sem langar til aš rifja upp keyrsluna fyrir Hvalfjöršinn.  Žaš er hįlf eyšilegt aš keyra žarna um.  Žegar til borgarinnar var komiš var įkvešiš aš halda beint heim į Selfoss žar sem feršažreytan var aš nį tökum į fólkinu og verulega tekiš aš halla degi.

Nóg ķ bili!

Eldjįrn kvešur!


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Legg til aš žś takir mig meš ķ svona ferš nęst. Borgarfjöršur er góšur stašur, žó Borgarnes sé vibbi.

Kleppjįrnsreykjaskólasundlaug (jį hśn heitir žaš) er t.a.m. frįįįbęr laug. Alltaf gaman aš koma žangaš. 

Arnar Gunnarssson (IP-tala skrįš) 23.7.2007 kl. 12:43

2 Smįmynd: Sigurjón Valgeir Hafsteinsson

Ég og Įsdķs kķktum inn ķ Hvalfjörš um daginn og žótti žaš bara nokkuš fķnn bķltśr. Įkvįšum aš skoša Botnskįla og mikiš afskaplega er hann oršinn lśinn greyiš....en annars var bara gaman aš kķkja inn ķ fjöršinn og skoša sig um žar.

Sigurjón Valgeir Hafsteinsson, 28.7.2007 kl. 11:21

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Höfundur

Kristján Eldjárn Þorgeirsson
Kristján Eldjárn Þorgeirsson
Höfundur er góður drengur og með ákveðnar skoðanir á mörgum málum. Honum er fátt óviðkomandi. Einnig er hann húmoristi og tekur þar af lífið mátulega hátíðlega
Nóv. 2024
S M Ž M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frį upphafi: 0

Annaš

  • Innlit ķ dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir ķ dag: 0
  • IP-tölur ķ dag: 0

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband