28.6.2007 | 23:46
Hvað eru menn að spá?
Sá áðan í 22 fréttum í sjónvarpinu, á RUV, að hundi hafði verið misþyrmt svo hrottalega að hann lést að þeim völdum. Hvað eru menn að spá að gera svona? Hversu illa innrættir eru menn að gera svona? Og af hverju leita menn sér ekki hjálpar, ef þeim líður illa í staðinn fyrir að gera svona? Að taka lítið saklaust dýr, setja það í íþróttatösku og sparka í það þangað til það deyr lýsir svo miklum hrottaskap að maður á ekki til neitt einasta orð. Hvar fá menn eiginlega hugmynd að því að gera svona? Ég bara spyr. Er það úr einhverjum amerískum lágkúru óraunveruleikaþætti eða er það einhversstaðar annarsstaðar? Ég veit það ekki. En það er eitt sem mér þykir skuggalegt við fréttina og það er það að lögreglan skuli ekki hafa sinnt þessu strax og hún fékk tilkynningu um þetta voða verk umrætt kvöld. Mér finnst ekki hægt hjá þeim að skýla sér á bak við það að það hafi verið svo mikið að gera að þeir hafi ekki getað sinnt þessu. Það er frekar ódýr afsökun og ótrúverðug. En mér skilst einnig að það sé búið að kæra þessa menn og vonandi að þeir fái refsingu sem hæfir broti þeirra. Ill meðferð á dýrum er grafalvarlegt mál.
Nóg í bili!
Eldjárn kveður!
Um bloggið
Kristján Eldjárn Þorgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 15536
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég tek undir þetta , hvað er að hjá þessum mönnum?Vonandi fær eigandi dýrsins eitthvað að vita um örlög þess a.m.k til þess að geta kvatt það,kveðja sú gamla
Sú gamla (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 02:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.