22.3.2007 | 20:23
Hraðakstur er heimska!
Var að horfa á kastljósið áðan. Þar var verið að sýna myndband af því þegar mótorhjóli er ekið á 288 km hraða. Ég hugsaði með sjálfum mér " Hvað er að svona fólki", ekur á 288 km hraða og setur bæði sjálft sig og þó sérstaklega aðra í bráða lífshættu. Hvar er dómgreindin eiginlega hjá þessu fólki? Því miður virðist það oft svo vera að það er unga fólkið, og nær undantekningalaust, ungir drengir sem haga sér svona í umferðinni. Þess vegna held ég að það gæti verið ráð að senda stráka sem eru 17 ára og að fara að taka bílpróf, í greindar og viðhorfskönnun. Já, kanski lítur þetta út fyrir að vera hörð aðgerð en ég er viss um að þetta gæti virkað, því viðkomandi fær ekki að fara í ökunám ef hann stenst ekki prófið og þar finnst mér að lámarkseinkunn ætti að vera 7. Því miður veit ég um einstaklinga, sem eru tiltölulega ný komnir með bílpróf, sem ég tel að hafi ekkert að gera við að vera með bílpróf, þar sem þeir hegða sér þannig í umferðinni. Út með hraðakstur úr umferðinni.
Eldjárn kveður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.3.2007 | 00:04
Auglýsingar sem eru gylliboð
Heyrði í útvarpinu í dag auglýst að ef maður drekkur PEPSI og safnar einhverju þá á maður möguleika á að komast til Flóríta. Mér fannst þetta svo fáránlegt að ég ákvað að kaupa mér ekki PEPSI í dag eða næstu daga. Þetta er alveg eins og með þessa sumarleiki, sem hafa verið, undanfarin ár hjá COKE, þeir eru eitt það fáránlegasta fyrirbæri sem fundið hefur verið upp. En því miður virka þeir. Það að safna töppum og fá einhvern nauðaómerkilegan vinning. T.d. var það í fyrra, að mig minnir, þá átti að safna 6 töppum að lámarki til að fá vinning, sem ég held að hafi gefið eina 1/2 lítra flösku af COKE. Sennilega dýrasta COKE sem maður getur drykkið, þó maður hafi fengið hana "ókeypis". Búinn að borga sexsinnum fyrir COKE til að fá eina fría. Sniðug markaðsfræði. En það allra versta í þessu dæmi er að þetta trekkir börn og unglinga að gosdrykkjaneyslu og samkvæmt nýjustu fréttum þá er tannheilsa íslenskra barna og unglinga mjög slæm. Svona "sumarleikir" og gylliboð hjá gosdrykkjaframleiðendum bætir þetta vandamál ekki.
Nóg í bili
Eldjárn kveður!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.3.2007 | 18:14
Fasteignir
Var að skoða fasteignasíðu Fréttablaðsins í dag. Fór að velta fyrir mér þessu ótrúlega háa fasteignaverði, hvernig þetta háa verð væri tilkomið. Sumir segja að það hafi grest þegar Íbúðalánasjóður fór að lána 90 % til fasteignakaupa og þá hafi bankarnir komið í kjölfarið og dottið í hug að fara að lána 100 %. Það getur svo sem alveg verið að það sé orsökin. En ég held líka að það hafi verið ofboðslega "klókir" fasteignasalar sem komu þessu háa verði af stað. Þeir ákváðu að verðleggja húsnæðið, sem þeim var falið að selja, mjög hátt úr því hægt væri að fá lán til húsnæðiskaupa bara nánast með því að depla auga. Eftir því sem þeir verðleggja hærra þeim mun hærri sölulaun fá þeir. Það þarf ekki mjög gáfaðan einstakling til að sjá þessa hagfræði út. En svo til að réttlæta þetta háa verð þá bjuggu þeir til ýmsa frasa, til að réttlæta verðið, eins og t.d. Frábær staðsetning, stutt í skóla og leikskóla, öll þjónusta í göngufæri, frábært útsýni, barnvænt hverfi og svo frv. Það er að mínu mati þrælsniðugt að selja t.d. útsýni fyrir kanski 14 milljónir, þú þarf að standa ansi oft við gluggann og njóta útsýnisins til að nota þessar 14 milljónir. Það fer varla mikill tími í vinnu hjá fólki sem býr í húsnæði með frábæru útsýni. Stutt í skóla og leikskóla, þetta er látið líta út þannig að börnin labbi oftast í skólann, sem ég hef reyndar ekki séð gerast í mörg ár hér á landi. Öll þjónusta í göngufæri. Jú gott og vel, fólk nennir kanski að labba út í búð ef það er gott veður. Íslendingar eru ekki mjög viljugir að labba. Fara helst í gönguferðir upp á fjöll og öræfi af því að það er svo flott. Frábær staðsetning. Hvaða staðsetnig er ekki frábær hér á Íslandi? Já sem sagt: Fasteignasalar eru einhverjir þeir snjöllustu menn sem ég veit um. Þeir sanna að það er hægt að selja allt mögulegt.
Eldjárn kveður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2007 | 01:38
Að vera Framsóknarmaður
Hæhæ! Loksins kem ég með færslu aftur. Búið að vera mikið að gera hjá mér undanfarna tvo daga þannig að ég hef ekki gatað bloggað. En nóg um það. Nú langar mig að opinbera svolítið fyrir ykkur. Ég er Framsóknarmaður!!!!! Já, líður eins og ég sé að segja ykkur að ég sé samkynhneygður. En það er ég ekki, og það vita þeir sem mig þekkja. Að vera Frmsóknarmaður í dag getur verið skelfilegt, það er sótt að manni úr öllum áttum. Maður kemur í vinnunna á morgnana, ekki búinn að lesa Fréttablaðið, og fær að heyra að það sé komin skoðanakönnun sem Fréttablaðið hafði látið gera, um að Framsóknarflokkurinn sé ekki í ríkisstjórn eftir kostningar. Hvað er verra fyrir Framsóknarmann, á fastandi maga, að heyra þetta strax kl. 1/2 8 að morgni. Ef maður tæki þessu alvarlega þá væri ekki kaffitími kl 1/2 10 á morgnana, hann væri fyrr, að ósk Magnúsar Stefánssonar flokksbróður míns. Enginn má fara svangur til vinnu á morgnana, myndi hann setja í kjarasamninga. Já, semsagt ekkert grín að vera Framsóknarmaður í dag! Það er líka þannig að allt sem gerist á stjórnarheimilinu er Framsóknarflokknum að kenna, að mati stjórnarandstöðunnar allavega. Það jaðrar við einelti að vera Framsóknarmaður í dag. Held að strjórnarandstaðan vilji að sæta stelpan, sem í þessu tilviki er Sjálfstæðisflokkurinn, dömpi ljóta og leiðinlega stráknum, sem í þessu tilviki er Framsóknarflokkurinn. Held að stjórnarandstaðan misskilji brandara Geirs Haarde þegar hann talar um að fara með sætustu stelpunni heim af ballinu, Ingibjörg Sórún og Kolbrún Halldórsdóttir fóru í hárgreiðslu og fengu sér stílista, allt út af ummælum Geirs um sætu stelpuna. Já, það er ekkert spaug að vera Framsóknarmaður í dag. Og svo þegar TF- SIV kemur fram og segir að það jaðri við stjórnarslit að auðlindafrumvarpið verði ekki fellt inn í stjórnarskrá, eins og stjórnarsáttmálinn segir til um. Já það er erfitt að vera Framsóknarmaður í dag þegar maður lendir í slíku niðurstreymi eins TF-SIV gaf frá sér þegar hún hóf sig til flugs. Og Kiddi H Gunnars, litli bróðir Gunnars "Það gott að rústa Heiðmörkinni" Birgissonar, yfirgaf framsóknarflokkinn fyrir annað sæti hjá Atti katti nóa og hans Frjálslyndumenn. Það er greinilega ekki hlaupið að því að vera Framsóknarmaður í dag. En hvað um það Ég kýs FRAMSÓKNARFLOKKINN í kostningunum 12. maí nk. "Því ég er bara eins og ég er og er enginn annar" eins og segir í kvæðinu
Eldjárn kveður!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.3.2007 | 18:42
Áfengislöggjöf
Var að velta því fyrir mér hvers vegna það sé ekki löngu komið í lög að það megi selja bjór og léttvín í matvöruverslunum. Rökin sem ég hef heyrt fyrir því að þetta sé ekki gert eru þau m.a. að drykkja komi til með að aukast og svo líka að ungt fólk eigi þá auðveldara með að ná sér í áfengi. Þessi tvö rök sem ég er búinn að nefna er að mínum dómi tómt píp. Það að það verði auðveldara,fyrir unglinga, að ná sér í bjór og léttvín með þessu móti þarf ekki að vera svo. Það eru til lög í landinu sem segja að það megi ekki afgreiða fólk, sem ekki er fullra 20 ára, með áfengi. Það er alveg hægt að halda þessum lögum þó að sala á þessum ljúfa mjöð verði leyfð í matvöruverslunum. Ég man nú eftir því að maður var spurður um skilríki í ÁTVR þegar maður var að byrja að versla þar. Það er alveg hægt að gera þetta í matvöruverslunum líka. Varðandi það að drykkja landsmanna komi til með að aukast við þetta er náttúrlega fáránleg klisja. Þeir sem vilja drekka mikið af áfengi gera það hvort sem er. Þeir ná sér bara í vín í ÁTVR. Ég held að þetta geti verið til hagsbóta fyrir neytendur að gefa sölu á þessum drykkjum frjálsa. Sé það fyrir mér að það verði sett upp sérstakt bjórtorg, sem yrði ekki ósvipað og mjólkurtorgin sem eru víða í matvöruverslunum. Þess vegna væri hægt að loka þessu torgi þannig að þeir sem eru 20 ára og eldri fengju bara að versla. Þess vegna væri hægt að greiða fyrir áfengið áður en farið er út úr þessu torgi. Þarna væri hægt a kaupa bjór á tilboði t.d. kippa af THULE á 799 kr. Þetta er hlutur sem maður sér nefnilega aldrei í ÁTVR. Þetta er mál sem þarf að fara að skoða því að ef þetta er hægt í nágrannalöndum okkar þá er þetta hægt hér á landi líka.
Eldjárn kveður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2007 | 21:43
Fyrsta bloggfærsla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Kristján Eldjárn Þorgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar