17.4.2008 | 23:07
Að leggja í bílastæði
Var staddur í Reykjavík sl. föstudag og fór þá meðal annars í Kringlunna. Þar á bílastæðunum sá maður hvernig "bílastæðamenning" landsins er. Sumir kunna ekki að leggja bíl í bílastæði, taka stundum tvö stæði, koma bara á ferðinni og leggja einhvern veginn og fara svo út úr bílnum og inn að versla og meðan þeir eru að versla þá tekur bíllinn tvö bílastæði. Það svo sem gerir ekkert til að einum bíl sé lagt svona en þegar kanski 20 bílum, eða fleirum, er lagt svona þá er það orðið slæmt mál þar sem 40 stæði, eða fleiri, eru upptekin að ástæðulausu. Svo var annað sem ég tók eftir og það var að mikið óskaplega er oft lagt í stæði sem ætluð eru fötluðum einstaklingum, hér er ég að sjálfsögðu að tala um ófatlaða einstaklinga sem gera svona. Mér finnst að það eigi miskunnarlaust að draga svona bíla burtu, sem ekki eru merktir fötluðum einstaklingum, hvers á fatlaður eistaklingur að gjalda þegar hann kemur á svona bílastæði eins og er við Kringlunna og einhver,ófatlaður, á stórum jeppa er búinn að leggja í stæði sem er merkt fötluðum. Mér finnst að það þurfi að láta eigendur þessara bíla sækja bílinn til þeirra sem draga hann burtu, gegn háu gjaldi. Síðast en ekki síst er það svo vandamál Íslendinga, en það er að labba. Þetta sést einna best á bílastæðum landsins. Það er eins og fólk geti ekki hugsað sér að labba nokkra metra til þess að komast inn í verslunarmiðstöð, heldur vill það helst leggja inni í verlununum til þess að þurfa ekki að labba neitt. Þetta fólk er svo ósvífið að leggja uppi á gangstéttinni sem er næst dyrunum, svo að það þurfi nú helst ekki að labba neitt nema þá inni í versluninni. Oft eru þessum bílum lagt svo nálægt dynunum eða gangveginum, að fólk þarf að skáskjóta sér framhjá þessum bílum til þess að komast inn í versluninna.
Já bílastæðamenning landans er óþolandi og eitthvað þarf að gera til að sporna við þessari þróun. Ég sé t.d. fyrir mér að bílum sem lagt er vitlaust, séu bara einfaldlega dregnir burtu á kostnað eigandanna og lausnargjaldið á bílnum þarf jafnframt að vera hátt þannig að það komi við budduna hjá fólki sem leggur eins og bjánar í bílastæði
Um bloggið
Kristján Eldjárn Þorgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.