Snilldar tónleikar í Laugardalnum

Komst í gærkvöldi á tónleika Stuðmanna sem haldnir voru í Fjöskyldu og Húsdýragarðinum.  Þetta var alveg þræl mögnuð skemmtun og það sem hæst bar var það þegar Shady Owens steig á svið með Stuðmönnum og söng lögin sem hún gerði ódauðleg á árum áður með Hljómum og Flowers o.fl.  Það er ótrulegt hvað hún er góð að tala, og syngja á íslensku ennþá eftir að hafa búið í Englandi í fjölda ára.  Það var líka gaman að sjá Valgeir Guðjónsson vera aftur kominn í Stuðmenn,  hann kemur þarna inn með ákveðinn ferskleika og húmorinn hans gerir mikið fyrir þessa, annars frábæru, hljómsveit.  Birgitta Haukdal er komin í staðin fyrir Röggu Gísla og er bara stórgóð þarna með Agli Ólafs.  Semsagt í alla staði frábær skemmtun í frábæru veðri í Laugardalnum.
mbl.is Shady söng með Stuðmönnum í Laugardal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Höfundur

Kristján Eldjárn Þorgeirsson
Kristján Eldjárn Þorgeirsson
Höfundur er góður drengur og með ákveðnar skoðanir á mörgum málum. Honum er fátt óviðkomandi. Einnig er hann húmoristi og tekur þar af lífið mátulega hátíðlega
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband