23.5.2007 | 23:54
Að blogga
Hef nú haldið þessari bloggsíðu minni úti í rúma 2 mánuði. Hef komist að því að er ekki eins auðvelt að blogga og ég hélt. Kanski er það vegna þess að ég einsetti mér það frá upphafi að segja ekki frá sjálfum mér, og mínum gjörðum, á hverjum degi. Gæti bloggað fullt af færslum um hvernig dagurinn í dag hafi verið og hvað ég hafi gert. En því bara nenni ég ekki. Mér finnst engum koma það við hvort ég fór í sokkinn á hægri fæti á undan sokknum á vinstri fæti, hvað vinnufélagarnir sögðu, hvað ég borðaði í hádeginu, hvort ég hafi eldað kvöldmat og hvenær ég var búinn að vaka upp, og þar fram eftir götunum.
Ég ákvað strax frá upphafi að fjalla hér um þjóðfélagsmál og mál svona héðan og þaðan úr samtímanum svo eitthvað sé nefnt. Það sem er svolítið gaman við að halda úti þessari bloggsíðu er að sjá að það eru einhverjir sem hafa gaman af því að lesa það sem maður skrifar, og fá jafnvel athugasemdir við skrif manns. Svo eignast maður bloggvini, þar getur maður sagt skoðun sína á þeirra skrifum og einnig hjá þeirra bloggvinum.
Já! það er bara þræl gaman að blogga og mun ég reyna að halda því áfram á meðan ég tel mig hafa eitthvað að segja, en mun þó ekki fara að skrifa um sjálfan mig og mínar daglegu þarfir, nema þá í brínustu neyð.
Nóg í bili!
Eldjárn kveður!
Um bloggið
Kristján Eldjárn Þorgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Kristján og takk fyrir kaffið í gær,
um að gera að halda áfram að blogga, það er gaman að lesa bloggið þitt :)
Þurfum við ekki annars að far að gera eitthvað í myndamálunum vegna hátíðarinar í júní?
Dagrún Ingvarsdóttir (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 06:40
Vrjett.
Svo skulum við veita þessari skelfilega nýju ríkisstjórn mikið aðhald og drulla helst sem mest yfir hana.
Maze (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 22:27
Þú ert góður penni Stjáni minn, við erum sitt hvorum megin í stjórnmálunum en það væri synd að missa hæfileikamann sem þig. Ekki láta af að segja frá skoðunum þínum. Guð blessi þig !
Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.5.2007 kl. 23:34
Endilega haltu áfram að blogga.... ekki spurning! Annars væri nú afar fróðlegt að vita hvorn sokkinn þú fórst í á undan í morgun......hægri eða vinstri...:)
Heiða Þórðar, 30.5.2007 kl. 00:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.