21.5.2007 | 00:29
Stjórnarmyndun
Nokkur skondin atriði hefur mér dottið í hug í kringum þetta ferli sem stjórnarmyndun þessi er. T.d. sagði Geir Haarde um daginn að hann myndi ganga á fund forsetans og biðjast lausnar og fá nýtt umboð til myndunar stjórnar. Það er tvennt í þessu sem ég vissi ekki og það er að það virðist vera að Geir sé bæði góður göngumaður og ljósmyndari, vegna þess að hann sagðist ætla að ganga til Bessastaða, ætli hann hafi gengið eftir reykjavíkurveginum eða farið aðra leið? Og svo vissi ég ekki að Geir væri góður ljósmyndari. En það hlýtur að vera fyrst honum er falið að mynda nýja stjórn, það er semsagt Geir sem tekur allar myndirnar af ríkisstjórninni, Hann hlýtur að eiga góða myndavél. Ég hefði ráðið Gunnar Sigurgeirsson atvinnuljósmyndara til að mynda hana, hann býr líka á Selfossi og hefði ekkert munað um það skjótast á Þingvelli og mynda Sollu og Geir að tala saman.
Svo eru það allar þessar þreifingar, sem fjölmiðlamenn tölum um, strax á eftir kostningunum. Var að spá í hvort þeir hefðu verið að meina þetta eitthvað kynferðislega. Geir að þreifa á Ingibjörgu? Hvað ætli maðurinn hennar og konan hans Geirs segi um það?
Nóg í bili!
Eldjárn kveður!
Um bloggið
Kristján Eldjárn Þorgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sko ég er nú ekkert # 1 fan af þessum fimmaura brandörum þínum ennnn ég kunni sko vel að meta tvo efstu, kannski vegna þess að ég er syfjuð, kannski vegna þess að þeir eru... humm glettilega skondnir
Anna Sigga, 23.5.2007 kl. 10:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.