Veitingastaðir

Var í kvöld í heimsókn hjá mömmu og pabba.  Þar var ákveðið að hafa bara eitthvað létt í kvöldmatinn,  kjúklingabitar og meðlæti, frá KFC, varð maturinn sem snæddur var þetta kvöldið.  Ég var sendur út til að kaupa matinn.  Þetta er kanski ekki til frásagnar færandi nema það að ég mæti á KFC og bið um einn fjölskyldupakka með öllu tilheyrandi.  En þá byrjaði ballið, stelpan sem var að afgreiða mig horfir lengi á mig og segir síðan "á að borða hér eða taka með".  Og þar sem ég er nú í þykkari kantinum, þá sló þetta mig svolítið þar sem mér fannst hún vera að gera lítið úr mér.  Hélt greinilega að ég ætlaði að borða þetta allt saman einn.  Stúlkukindin hafði alla burði til að sjá að ég var einn á ferð þar sem hún fylgdist með mér koma inn.  Þetta leit út eins og það væri verið að gera grín að feitu fólki og finna að því að keypti svona mat.  Þetta pirraði mig núna þar sem þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég lendi í þessu þar sem þetta er líka upp á teningnum á Subway. " Á að taka með eða borða hér" þegar maður er að kaupa tvo báta þar og allir súmma á mann og hugsa djöfull ætlar hann að éta þessi, ekki skrítið að hann sé feitur.  Þetta verður starfsfólkið á svona stöðum að passa.

Nóg í bili !

Eldjárn Kveður!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það vill svo skemmtilega til að ég var einmitt send á KFC í gærkvöldi til að kaupa mat fyrir okkur fjölskylduna, til að taka með heim. Ég fór ein með þá stuttu og keypti 3 borgara, 1 bita og 2l Pepsi. Ég var líka spurð að því hvort ég ætlaði að borða þetta þarna eða taka með. Er þetta bara ekki hluti af rútínunni hjá þeim að spyrja þessarar spurningar án þess að spá í það hvort maður sé einn eða fleiri enda á hraðinn að vera svo mikill á afgreiðslunni. Ég er farinn að spyrja eiginmanninn að þessu þegar ég elda heima.."taka það með eða borða það hér"...enda hann alltaf á hraðferð.

Dagrún Ingvarsdóttir (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 07:43

2 identicon

Kristján vissir þú ekki að það er nýtt á KFC, ef þú getur klárað fjölskyldupakka fyrir 4 einn og óstuddur, þá færðu hann frítt!!!!

Ef þú hins vegar værir með familíunni og borðaðir á staðnum, þá er 9 krónu afsláttur á pakkanum (þ.e.a.s skilagjald á pepsi-flöskunni).

Maður þarf alltaf að vera velvakandi yfir svona spurningum þú getur fengið meiri upplýsingar um nýju reglurnar á kfc.is

En góða helgi og best að skella sér á KFC!

Áslaug Ingvars (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 12:05

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

HAHAHAHAHA .. skemmtileg færsla. Ég hef nefnilega lent í svipuðu. Þegar ég var yngri og mun horaðri en ég er nú, þá var ég einmitt sendur að kaupa fjölskyldumáltíð. En ég fékk einmitt öfug viðbrögð við þig, mér var boðinn önnur máltíð og sagt að það væri ábót á gosið ! hehehehe ... þannig við horrenglurnar lendum í svona stupid aðstæðum líka !      

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.5.2007 kl. 15:01

4 Smámynd: Anna Sigga

Ég held að þetta hafi ekki átt að vera persónulegt, þetta er bara hefðin að spyrja svona. Held að ég hafi spurt alla sem ég afgreiddi á KFC á sínum tíma hvort taka ætti með eður snæða á staðnum. Aldrei leitaði hugur minn að vaxtarlagi fólk í því sambandi. Ef hún hefði ekki spurt þig og fjölskylda þín hefði verið að kaupa bland í poka hinu megin og hún hefði pakkað máltíðinni "to go" þá hefðirðu eflaust ekki verið sáttur.

  Svo finnst mér þú nú ekki feitur Kristján minn....

Anna Sigga, 18.5.2007 kl. 22:31

5 identicon

Sæll, þessir bitar á kfc voru skratti góðir, þetta er örugglega einhver vinnuregla hjá þeim ekki taka þetta nærri þér, en ég get sagt skondna sögu úr Bónus, fór þangað í gær og keypti grænmeti rölti með það að kassanum og þar upphófst kennslustund( ég var kennarinn) hvað það héti nú sem ég var að kaupa, stúlkan hafði ekki hugmynd um það hvernig blómkál og hvítkál lítur út, þetta var lítil saga úr Bónus, svona er Ísland í dag, kveðja sú gamla

Sú gamla (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 17:48

6 Smámynd: Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Þetta var nú meira skrifað í gríni en alvöru.  Auðvitað er það sjálfsögð vinnuregla hjá þessum stelpum að spyrja svona.  Mér fannst þetta bara fyndið út af vaxtarlagi mínu

Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 20.5.2007 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Höfundur

Kristján Eldjárn Þorgeirsson
Kristján Eldjárn Þorgeirsson
Höfundur er góður drengur og með ákveðnar skoðanir á mörgum málum. Honum er fátt óviðkomandi. Einnig er hann húmoristi og tekur þar af lífið mátulega hátíðlega
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband