17.4.2007 | 23:57
Skoðanakannanir
Hef lengi verið að velta því fyrir mér hvort skoðanakannanir séu eitthvað til að taka mark á. Ég hafði þá trú að svo væri, en undanfarna daga hef ég efast stórlega um þær. Það birtast þessa dagana kannanir um fylgi stjórnmálaflokkana, fyrir komandi alþingiskostningar, og engri þeirra ber saman nema að því leyti að vinstri grænir koma yfirleitt vel út. Síðan er eitt sem er svolítið athyglivert og það er það að úrtakið í þessum könnumum er yfirleitt lágt, oftast um 800 manns. Svarhlutfallið er yfirleitt rétt um 60% sem þýðir að um 500 manns svara. Sem segir manni hvað? Heldur fátt að ég held. Í kjördæmi þar sem yfir 30000 manns eru á kjörskrá og gerð er könnun fyrir það þar sem úrtak er 800 manns og 500 svara þá er það afskaplega lítill hópur kjósenda sem svarar, þetta er nánast eins og íbúafjöldinn á Eyrarbakka. Svona kannanir segja manni ekkert og eru meira til þess gerðar, að ég held, að blekkja fólk.
Ég held að fjölmiðlar, sem kanski gera könnunina, hagræði niðurstöðunum svolítið til þess að búa sér til fréttir. Það er enginn vandi að búa svona könnun til í Excel. Þetta sést best á því þegar Ríkissjónvarpið og Stöð 2 gera áhorfskannanir. Þá er alltaf 9 af hverjum 10 vinsælum þáttum stöðvanna á sitthvorri stöðinni, þetta fer eftir hvor stöðin gerir könnunina, virðist vera. En aftur að viðfangsefninu. Ég held líka að fjölmiðlar vilji breytingar á landsstjórninni og það er svo sem ekkert að því, það er þeirra skoðun. Eru sennilega orðnir þreyttir á að tala alltaf við sama fólkið. Þeir sýna vilja sinn með því að gera svona kannanir sem ekkert eru marktækar, og reyna þar með að hafa áhrif á kjósendur. Já máttur fjölmiðlana er mikill, að því er virðist. Það er klárt að fjölmiðlar vilja ríkisstjórn sem samanstendur af Sjálfstæðisflokki og Vinstri Grænum, kannanirnar segja það allavega.
Það lítur kanski út fyrir það að ég sé reiður og argur útaf stöðu míns flokks í þessum könnunum, en það er ég alls ekki. Ég vil bara ekki að fólk sé platað með þessum hætti og að það sé óbeint verið að hafa áhrif á hvað fólk kýs í kostningum.
Nóg í bili!
Eldjárn kveður
Um bloggið
Kristján Eldjárn Þorgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einu sinni var ég spurð að því í könnun fyrir kosningar hvort ég væri búin að ákveða mig hvað ég ætlaði að kjósa...." nei, sagði ég" og þá var ég spurð " en ef þú værir búin að ákveða þig, hvað myndir þú þá kjósa?"
Eftir það hætti ég að taka mark á skoðanakönnunum......
Íris Árný (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 11:33
Innlitskveðja
Heiða Þórðar, 23.4.2007 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.