10.4.2007 | 23:33
Landbúnaðar og utanríkismál
Var áðan á borgarafundi, sem RÚV stóð fyrir. Þar var til umræðu þessi tvö málefni. Sjónvarpið stillti þessu "mjög faglega" upp áðan, eða þannig. Lét stjórnarflokkana sitja öðru meginn í settinu og stjórnarandstöðuna hinu meginn. Hvað er að því? kann einhver að spyrja. Jú, það sem mér þykir að því er það að þetta var eins og fulltrúar stjórnarflokkana væru að sitja fyrir svörum hjá stjórnarandstöðunni. Þetta leit ekki vel út fannst mér.
En nóg um það. Svo eru það málefnin sem til umræðu voru. Þ.e. Landbúnaðar og utanríkismál. Mér fannst samfylkingin svolítið mála sig út í horn í sínum málflutningi varðandi landbúnaðarmálin. Þeir vilja afnema alla verndartolla, að mér skilst, til að hægt sé að skapa samkeppni við íslenskan landbúnað. Gott og vel, ég get alveg stutt það að það sé samkeppni við íslenskan landbúnað. Samfylkingin sagði líka að það ætti að leggja niður beingreiðslur til bænda, sem er nánast eins og að segja upp kjarasamningum við launafólk. Beingreiðslur eru ekkert annað en kjarasamningur við sauðfjárbændur og kúabændur. Það sem mér finnst vanta í þetta hjá samfylkingunni er það að ef það á að hafa frjálsa samkeppni í landbúnaði þá verður líka að tryggja að bóndinn fái mannsæmandi laun fyrir vinnunna og hvað eru beingreiðslurnar annað en til að tryggja bændum laun fyrir sína vinnu. Það verður að "styrkja" landbúnaðinn, því ekki borga afurðastöðvarnar það hátt verð til bænda. Bændur hafa ekki möguleika á að koma sinni vöru á markað milliliðalaust. Afurðastöðvarnar þurfa alltaf að vinna vöruna fyrir bændurna til að koma henni á markað.
Þarna voru líka rædd utanríkismál. Þar snérist málflutningurinn um ESB og málefni innflytjenda, sem mér finnst reyndar ekki eiga skilt við utanríkismál. Stjórnarflokkarnir og Vinstri grænir eru hvað afdráttarlausir gegn inngöngu í ESB. Allir vita hver er afstaða samfylkingarinnar í þessu máli. Hún vill "selja frumburðarrétt þjóðarinnar fyrir baunadisk" þ.e. sem sagt að þeir í Brussel geti t.d. ráðskast með landið og fiskveiðiheimildirnar. Samfylkingin talar um að það megi semja um þetta mál við ESB. Vissulega má reyna það en ég held að það takist ekki, því miður bara. Íslandshreyfingarmaðurinn vildi ganga í ESB, sem ég held nú að hafi verið hans persónulega skoðun. Frjálslyndir vildu ekki ganga í ESB.
Síðan eru það málefni innflytjenda. Þetta er svolítið skrítið mál og að heill stjórnmálaflokkur skuli " taka sig af lífi" hálfpartinn með því að setja þetta mál á oddinn í aðdraganda kostninga, eins og Frjálslyndi flokurinn gerir. Það getur nefnilega hæglega farið fyrir honum eins og borgaraflokknum í kostningunum 1991, þegar hann þurrkaðist út. Ég held að það væri nær að taka vel á móti innflytjendum og hjálpa þeim að aðlagast íslensku samfélagi. Einnig þarf að tryggja það að ekki sé brotið á réttindum þeirra , bæði velferðarlega og atvinnulega. Að þessu ætti frjálslyndi flokkurinn að einbeita sér í þessu máli sem og verkalýðshreyfingin. Því ef farið er illa með eina stétt þjóðfélagsins þá getur það auðveldlega bitnað á öðrum. Held að enginn innflytjandi, sem er kominn með ríkisborgararétt og/eða kostningarétt komi til með að kjósa frjálslyndaflokkinn þegar þeir eru með svona málflutning. Held að Frjálslyndir geri sér ekki grein fyrir því að það er stór hópur innflytjenda sem má kjósa hér og kýs hér í fyrsta skipti núna.
Svo að lokum. Hvað er Íslandshreyfingin að gera í þessu? Eru ekki tilbúnir með neitt, hvorki lista né málefni, mánuði fyrir kostningar. Er því miður bara eins máls flokkur. Það kæmi mér ekki á óvart að ekkert yrði af framboði hjá þeim, allavega ekki á landsvísu.
Eldjárn kveður!
Um bloggið
Kristján Eldjárn Þorgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.