Spaugstofan

Alveg eru þetta snillingar í Spaugstofunni.  Mér fannst það svakalega fyndið hjá þeim að gera grín að þjóðsöngnum  sl. laugardag.  Síðan kemur það í ljós að það varðar við landslög að gera grín að þjóðsöngnum.  Þetta finnst mér fáránlegt, að eitt lag skuli svo heilagt að það megi ekki gera grín að því.  Hvernig er það? Má gera grín að laginu Hæ hó og jibbí jei það er kominn 17. júní? Ég veit það ekki.  Svo er það forsætisráðherra sem á að ákveða hvort Spaugstofan verður kærðir eða ekki.  Ég ætla rétt að vona að forsætisráðherra hafi meira og þarfara að gera en að vera að skipta sér af þessu máli, þó hann eigi að gera það.  Þetta er nefnilega tittlingaskítur, þetta mál.  Fólk á ekki að vera svona viðkvæmt að ekki megi gera grín að Þjóðsöng og/ eða þjóðfána, og hvað þá forseta Íslands, sem spaugstofumenn hafa æði oft tekið fyrir í sínum þáttum.  Ekki hefur forsetinn neitt við það að athuga og hvað þá almenningur í landinu.  Lífið heldur áfram þótt Spaustofan geri grín að þjóðsöngnum.  Þetta meiddi, að mínum dómi, engann.  Matti Jöcc hefði örugglega verið alveg sama þótt Spaugstofan hafi gert nýjan texta við hans ágæta lofsöng.

Eldjárn kveður!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Passaðu þig að vera ekki kærður fyrir að segja Matti Jöcc :) Þetta hefur eflaust verið mjög fyndið, missti reyndar af spaugaranum sl. laugardag. Þetta lag er jafn óheilagt fyrir mér eins og íslenski fáninn....ég myndi alveg eins nota hann í neyð sem borðtusku.......en það er svosem annað mál.

Dagrún Ingvarsdóttir (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 08:09

2 identicon

Ég held að það hafi verið nokkuð til í nýja textanum hjá þeim ............

"Eitt eilífðar smábló með titrandi tár sem tilbiður Alcan og deyr"  

Var að heyra frá einni hérna í skólanum sem þekkir til konu sem sér um gróðurinn hjá Alcan og það þarf á hverju ári að skipta út gróðrinum fyrir utan, því hann "deyr"  

Kv Áslaug

Áslaug Ingvarsdóttir (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 13:40

3 identicon

Þessi ákæra er grín, ekkert annað. Það á líka að finna annan þjóðsöng. Þessi sem við höfum er vonlaus og ekkert annað en trúarofstækissöngur. Það finnst mér slæmt.

Arnar Gunnarssson (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 10:27

4 identicon

Gættu þín á umfjöllum um þjóðsönginn okkar og fánann. ég er ekki viðkvæm persóna yfirleitt, en þarna set ég mörkin, við eigum að hafa þetta tvennt heilagt, gangi þér annars vel, kveðja sú gamla

Óskráður (sú gamla) (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Höfundur

Kristján Eldjárn Þorgeirsson
Kristján Eldjárn Þorgeirsson
Höfundur er góður drengur og með ákveðnar skoðanir á mörgum málum. Honum er fátt óviðkomandi. Einnig er hann húmoristi og tekur þar af lífið mátulega hátíðlega
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband