25.3.2007 | 13:25
Er fólk fífl?
Kveikti áðan á sjónvarpinu mínu, var að kíkja á textavarpið o.þ.h. Setti svo á Skjá einn og þar var á dagskrá þáttur sem heitir Vörutorg. Þar skildist mér að hægt væri að kaupa ýmsan varning gegn "vægu" verði. Meðal þess sem hægt var að fjárfesta í voru "ansi sniðugir" inniskór, sem áttu að muna eftir mér. Vá hvað tækninni fleygir fram. Er enn að spá í hvernig þessir sniðugu inniskór muna eftir manni. Segja þeir! "Nei, þið hér! Við munum eftir ykkur". Eða er það þannig að þeir muna eftir táfýlunni af manni. Ég veit ekki. Síðan var hægt að kaupa líkamsræktartæki þarna. Þau voru ansi "sniðug". Þetta eru bestu tæki sem fundin hafa verið upp í heiminum að mati einhvers líkamsræktarfrömuðar. Greinilega náungi sem var búinn að æfa í mörg ár og ætti þá að tala af reynslu. Held að maður eins og ég kæmist ekki í toppform á fáum dögum, eins og þessi maður hélt fram. Ef einhver "feitabolla" kaupir svona tæki og kemst í toppform á aðeins örfáum dögum, þá fæ ég mér líka svona tæki. En það er yfirleitt þannig í svona sjónvarpsmörkuðum að allur varningurinn, sem er til sölu, að þetta er það besta sem fundið hefur verið upp í heiminum. Sem er auglýsingaskrum og lágkúra! Held að, þeir sem stjórna þessum þætti, séu að prófa hvort fólk sé fífl. Dettur eihverjum í hug að kaupa eitthvað þarna? Kanski að fólk kaupi brauðkassa, sem lofttæmir sig? Veit ekki! En það er alveg ljóst að ég fjárfesti ekki í brauðkassa eða inniskóm sem muna eftir mér. Ég á inniskó, sem ég held að muni eftir mér, allavega er ég sá eini sem nota þá. Og svo er frystir í ísskápnum hjá mér, þar geymi ég brauðið mitt. Þannig að ég kemst ágætlega af í lífinu. Svona sjónvarpsmarkaðir eru eitt það asnalegasta sem fundið hefur verið upp, en eru ágætir fyrir þá sem vilja versla þarna.
Eldjárn kveður!
Um bloggið
Kristján Eldjárn Þorgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er algjörlega milljón % sammála þér. Þessi markaður er verri en sjónvarpsmarkaðurinn sálugi.
Grín, ekkert annað!
arnar gunnarsson (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 23:01
Það er þetta með minnugu inniskóna hvað ef einhver fær þá lánaða, þá kemur önnur táfýla í þá og þá ruglast aumingja inniskórnir,ég skil ekkert í þeim sem gleypa við svona vitleysu. og það fólk sem tekur það að sér að auglýsa þetta. það er víst allt gert fyrir peningaí dag, kveðja gamla
Óskráður(sú gamla) (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 11:47
Já þetta vörutorg er nú bara einn brandari! Maður hugsar með sér, þegar þetta kemur fyrir á skjánum, kaupir þetta einhver?
kv Áslaug
aslaug (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 12:04
Jámm. Fullt af fólki kaupir þetta. Aþþí fólk er fíbbl.
Alveg burtséð frá því hvort skórnir "muni" eftir manni - af hverju í ÓSKÖPUNUM ætti maður að þurfa skó sem muna eftir manni?!?!?! Ég meina, TIL HVERS?
Gerður (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 12:57
Ég vorkenni alltaf svo manninum sem sér um að kynna vörurnar í Vörutorginu, finnst þetta svo neyðarlegt djobb fyrir hann.......................en hann hefur svosem valið sér þetta :)
Dagrún Ingvarsdóttir (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 17:19
Þessi kall minnir mig svolítið á "Venna Páver" típuna!
Áslaug Ingvars (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 21:37
Prufaðu að setja skóna í frystinn og sjáðu svo hvort þeir muna eftir þér.
Davíð Kristjánsson (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 22:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.