Hraðakstur er heimska!

Var að horfa á kastljósið áðan.  Þar var verið að sýna myndband af því þegar mótorhjóli er ekið á 288 km hraða.  Ég hugsaði með sjálfum mér " Hvað er að svona fólki", ekur á 288 km hraða og setur bæði sjálft sig og þó sérstaklega aðra í bráða lífshættu.  Hvar er dómgreindin eiginlega hjá þessu fólki?  Því miður virðist það oft svo vera að það er unga fólkið, og nær undantekningalaust, ungir drengir sem haga sér svona í umferðinni.  Þess vegna held ég að það gæti verið ráð að senda stráka sem eru 17 ára og að fara að taka bílpróf, í greindar og viðhorfskönnun.  Já, kanski lítur þetta út fyrir að vera hörð aðgerð en ég er viss um að þetta gæti virkað, því viðkomandi fær ekki að fara í ökunám ef hann stenst ekki prófið og þar finnst mér að lámarkseinkunn ætti að vera 7.  Því miður veit ég um einstaklinga, sem eru tiltölulega ný komnir með bílpróf, sem ég tel að hafi ekkert að gera við að vera með bílpróf, þar sem þeir hegða sér þannig í umferðinni.  Út með hraðakstur úr umferðinni.   

Eldjárn kveður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið ofsalega er ég sammála þér. Svona hegðun í umferðinni snýst að mínu mati alfarið um greind og viðhorf einstaklingsins. Því er ég t.d. alfarið á móti hækkun bílprófsaldursins úr 17 í 18 því fólk sem hagar sér svona er alveg sami hálfvitinn/karakterinn hvort sem það er 17, 18 eða 20 ára.

Dagrún Ingvarsdóttir (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 09:13

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Af hverju eru krakkar ekki skyldaðir til að heimsækja fórnarlömb alvarlegra umferðarslysa í einhverja mánuði áður en þeir geta tekið bílprófið. Eru börn ekki skikkuð til að ganga til prest og mæta í messu til að hafa rétt á að fermast? Þetta myndi allavega bjarga einhverjum.

Jóna Á. Gísladóttir, 25.3.2007 kl. 18:48

3 Smámynd: Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Þetta er góð hugmynd hjá þér Jóna.  Þetta væri að mínu mati vel reynandi

Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 27.3.2007 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Höfundur

Kristján Eldjárn Þorgeirsson
Kristján Eldjárn Þorgeirsson
Höfundur er góður drengur og með ákveðnar skoðanir á mörgum málum. Honum er fátt óviðkomandi. Einnig er hann húmoristi og tekur þar af lífið mátulega hátíðlega
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband