Fasteignir

Var að skoða fasteignasíðu Fréttablaðsins í dag.  Fór að velta fyrir mér þessu ótrúlega háa fasteignaverði, hvernig þetta háa verð væri tilkomið.  Sumir segja að það hafi grest þegar Íbúðalánasjóður fór að lána 90 % til fasteignakaupa og þá hafi bankarnir komið í kjölfarið og dottið í hug að fara að lána 100 %.  Það getur svo sem alveg verið að það sé orsökin.  En ég held líka að það hafi verið ofboðslega "klókir" fasteignasalar sem komu þessu háa verði af stað.  Þeir ákváðu að verðleggja húsnæðið, sem þeim var falið að selja, mjög hátt úr því hægt væri að fá lán til húsnæðiskaupa bara nánast með því að depla auga.  Eftir því sem þeir verðleggja hærra þeim mun hærri sölulaun fá þeir.  Það þarf ekki mjög gáfaðan einstakling til að sjá þessa hagfræði út.  En svo til að réttlæta þetta háa verð þá bjuggu þeir til ýmsa frasa, til að réttlæta verðið, eins og t.d. Frábær staðsetning,  stutt í skóla og leikskóla, öll þjónusta í göngufæri, frábært útsýni, barnvænt hverfi og svo frv.  Það er að mínu mati þrælsniðugt að selja t.d. útsýni fyrir kanski 14 milljónir, þú þarf að standa ansi oft við gluggann og njóta útsýnisins til að nota þessar 14  milljónir.  Það fer varla mikill tími í vinnu hjá fólki sem býr í húsnæði með frábæru útsýni.  Stutt í skóla og leikskóla, þetta er látið líta út þannig að börnin labbi oftast í skólann, sem ég hef reyndar ekki séð gerast í mörg ár hér á landi.  Öll þjónusta í göngufæri.  Jú gott og vel, fólk nennir kanski að labba út í búð ef það er gott veður.  Íslendingar eru ekki mjög viljugir að labba.  Fara helst í gönguferðir upp á fjöll og öræfi af því að það er svo flott.  Frábær staðsetning.  Hvaða staðsetnig er ekki frábær hér á Íslandi?  Já sem sagt: Fasteignasalar eru einhverjir þeir snjöllustu menn sem ég veit um.  Þeir sanna að það er hægt að selja allt mögulegt.

Eldjárn kveður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Höfundur

Kristján Eldjárn Þorgeirsson
Kristján Eldjárn Þorgeirsson
Höfundur er góður drengur og með ákveðnar skoðanir á mörgum málum. Honum er fátt óviðkomandi. Einnig er hann húmoristi og tekur þar af lífið mátulega hátíðlega
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband