Áfengislöggjöf

Var að velta því fyrir mér hvers vegna það sé ekki löngu komið í lög að það megi selja bjór og léttvín í matvöruverslunum.  Rökin sem ég hef heyrt fyrir því að þetta sé ekki gert eru þau m.a. að drykkja komi til með að aukast og svo líka að ungt fólk eigi þá auðveldara með að ná sér í áfengi.  Þessi tvö rök sem ég er búinn að nefna er að mínum dómi tómt píp.  Það að það verði auðveldara,fyrir unglinga, að ná sér í bjór og léttvín með þessu móti þarf ekki að vera svo.  Það eru til lög í landinu sem segja að það megi ekki afgreiða fólk, sem ekki er fullra 20 ára, með áfengi.  Það er alveg hægt að halda þessum lögum þó að sala á þessum ljúfa mjöð verði leyfð í matvöruverslunum.  Ég man nú eftir því að maður var spurður um skilríki í ÁTVR þegar maður var að byrja að versla þar.  Það er alveg hægt að gera þetta í matvöruverslunum líka.  Varðandi það að drykkja landsmanna komi til með að aukast við þetta er náttúrlega fáránleg klisja.  Þeir sem vilja drekka mikið af áfengi gera það hvort sem er.  Þeir ná sér bara í vín í ÁTVR.  Ég held að þetta geti verið til hagsbóta fyrir neytendur að gefa sölu á þessum drykkjum frjálsa.  Sé það fyrir mér að það verði sett upp sérstakt bjórtorg, sem yrði ekki ósvipað og mjólkurtorgin sem eru víða í matvöruverslunum.  Þess vegna væri hægt að loka þessu torgi þannig að þeir sem eru 20 ára og eldri fengju bara að versla.  Þess vegna væri hægt að greiða fyrir áfengið áður en farið er út úr þessu torgi.  Þarna væri hægt a kaupa bjór á tilboði t.d. kippa af THULE á 799 kr.  Þetta er hlutur sem maður sér nefnilega aldrei í ÁTVR.  Þetta er mál sem þarf að fara að skoða því að ef þetta er hægt í nágrannalöndum okkar þá er þetta hægt hér á landi líka.

 Eldjárn kveður  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Höfundur

Kristján Eldjárn Þorgeirsson
Kristján Eldjárn Þorgeirsson
Höfundur er góður drengur og með ákveðnar skoðanir á mörgum málum. Honum er fátt óviðkomandi. Einnig er hann húmoristi og tekur þar af lífið mátulega hátíðlega
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband