Færsluflokkur: Bloggar

Sænsku markverðirnir ná ekki að verða ólympíumeistarar

Þetta var glæsilegur sigur hjá Íslandi áðan á Svíum, í annað sinn á tveimur árum sem við náum að skiljum þá eftir í keppni um sæti á stórmóti.  Þarna sýndi íslenska liðið að það getur unnið hvað þjóð sem er á handboltavellinum og það sýndi það líka hvað þarf til að vinna handboltaleik almennt, en það er að spila góða vörn, nýta þau hraðaupphlaup sem útúr því fást og spila agaðan sóknarleik.  Þegar vörnin er góð þá er markvörðurinn góður, þetta sýndi sig alveg í dag og ef maður ber saman leikinn á móti Pólverjum þar sem vörnin var slök og þá var markverslan ekki að skila neinu til liðsins.  Sænska liðið, leit út eins og það nennti ekki að spila á þessu móti, og það besta við það var að þeir voru víst búnir að gera grín að íslenska liðinu í sænskum fjölmiðlum og þurfa svo að éta þetta allt ofan í sig eftir leik. 

Nú hafa þessir frægu markverðir, sem staðið hafa í sænska markinu, væntanlega lokið sínum landsliðsferli án þess að verða ólympíumeistarar með landsliðinu.  Þeir voru búnir að verða heims - og evrópumeistarar oftar en einu sinni en áttu eftir að fagna ólympíumeistaratitli með landsliðinu.  Þeir ná því ekki og það á kostnað íslendinga og það er mjög ánægjulegt þar sem þeir hafa oft leikið íslenska liðið grátt og oftar en ekki verið helsti þátturinn í því að leggja Ísland að velli næsta auðveldlega.


GSM kerfið brást

Núna þegar maður er að byrja að hugsa um þær hamfarir sem dunið hafa yfir í mínum heimabæ, Selfossi og nágrenni, undanfarna daga, er það fyrsta sem kemur upp í hugann er að GSM kerfið brást alveg þ.e. að það var ekki hægt að hringja úr GSM í GSM og GSM í heimasíma í langn langan tíma sl fimmtudagssíðdegi og kvöld.  Allt annað fjarskiptakerfi virtist virka eins og það átti að gera og er það vel.  Það sem mér þykir verst við þetta er að það er búið að hamra á því að GSM kerfið sé að taka við sem öryggiskerfi og svo á ögurstundu er ekki hægt að treysta á að hægt sé að ná í sína nánustu af því að kerfið er ekki nógu tryggt.  Því það fyrsta sem maður gerir, þegar maður lendir í svona hamförum er að reyna að ná símasambandi við sína nánustu.   Í útvarpinu var klifað á því endalaust að spara það að hringja vegna álags á kerfið.  Fólk gerir það bara ekkert.  Það eina sem hægt er að draga upp sem skandal við öryggismál eftir þessa jarðskjálfta er GSM kerfið.  Það verður að mínu viti að efla það mjög til muna til þess að það virki fyrir alla þegar einhverjar hamfarir eiga sér stað og að fólk geti haft "eðlileg" samskipti þótt það hafi orðið náttúruhamfarir, hverjar svo sem þær eru.

Að leggja í bílastæði

Var staddur í Reykjavík sl. föstudag og fór þá meðal annars í Kringlunna.  Þar á bílastæðunum sá maður hvernig "bílastæðamenning" landsins er.  Sumir kunna ekki að leggja bíl í bílastæði, taka stundum tvö stæði, koma bara á ferðinni og leggja einhvern veginn og fara svo út úr bílnum og inn að versla og meðan þeir eru að versla þá tekur bíllinn tvö bílastæði.  Það svo sem gerir ekkert til að einum bíl sé lagt svona en þegar kanski 20 bílum, eða fleirum, er lagt svona þá er það orðið slæmt mál þar sem 40 stæði, eða fleiri, eru upptekin að ástæðulausu.  Svo var annað sem ég tók eftir og það var að mikið óskaplega er oft lagt í stæði sem ætluð eru fötluðum einstaklingum, hér er ég að sjálfsögðu að tala um ófatlaða einstaklinga sem gera svona.  Mér finnst að það eigi miskunnarlaust að draga svona bíla burtu, sem ekki eru merktir fötluðum einstaklingum, hvers á fatlaður eistaklingur að gjalda þegar hann kemur á svona bílastæði eins og er við Kringlunna og einhver,ófatlaður, á stórum jeppa er búinn að leggja í stæði sem er merkt fötluðum.  Mér finnst að það þurfi að láta eigendur þessara bíla sækja bílinn til þeirra sem draga hann burtu, gegn háu gjaldi.  Síðast en ekki síst er það svo vandamál Íslendinga, en það er að labba.  Þetta sést einna best á bílastæðum landsins.  Það er eins og fólk geti ekki hugsað sér að labba nokkra metra til þess að komast inn í verslunarmiðstöð, heldur vill það helst leggja inni í verlununum til þess að þurfa ekki að labba neitt.  Þetta fólk er svo ósvífið að leggja uppi á gangstéttinni sem er næst dyrunum, svo að það þurfi nú helst ekki að labba neitt nema þá inni í versluninni.  Oft eru þessum bílum lagt svo nálægt dynunum eða gangveginum, að fólk þarf að skáskjóta sér framhjá þessum bílum til þess að komast inn í versluninna. 

Já bílastæðamenning landans er óþolandi og eitthvað þarf að gera til að sporna við þessari þróun.  Ég sé t.d. fyrir mér að bílum sem lagt er vitlaust, séu bara einfaldlega dregnir burtu á kostnað eigandanna og lausnargjaldið á bílnum þarf jafnframt að vera hátt þannig að það komi við budduna hjá fólki sem leggur eins og bjánar í bílastæði


Léleg bloggsíða!

Bloggsíðan mín er virkilega léleg og veit ég alveg upp á mig sökina í þessu máli.  Ég hef ekki haft tíma til að blogg undanfarnar vikur.  Það hefur verið mikið að gera hjá mér, rétt komið heim og hendst síðan út aftur svo að segja strax.  Síðan hef ég ekki fundið mér nægilega merkilegt málefni til að blogga um.  En nú lofa ég bót og betrun og ætla ég mér að reyna að fara að blogga núna reglulega.

Eldsneytisverð heldur áfram að hækka.

Blekið var varla þornað á nýundirrituðum kjarasamningum, þar sem gríðarlega góðar kjarabætur náðust fyrir þá sem lægst hafa launin, fyrr en fyrsta tilraunin var gerð til þess að ná þessum kjarabótum til baka, með hækkun á bensínverði.  Já þeir eru séðir þessir atvinnurekendur, fljótir að ná peningunum til baka.  Nú má alveg búast við því að fleirri hækkanir ríði yfir, þannig að kjarabætur launafólks verði litlar sem engar þegar upp verður staðið.  Mér finnst að það eigi að láta t.d. olíufélögin og verslanakjeðjurnar skrifa undir, kjarasamningana, um það að þeir muni ekki hækka verðlag hjá sér.  Þannig er hægt að tryggja að þær kjarabætur, sem um er samið skili sér raunverulega í vasa fólks, og þá sérstaklega þeirra sem lægstar hafa tekjurnar.
mbl.is Krefjast aðgerða vegna eldsneytisverðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland - Ungverjaland

Jæja loksins kom sigur, og það sannfærandi, á þessu móti.  36 - 28 voru lokatölurnar og verður að segjast eins og er að nú loksins sá maður góðan alhliðaleik hjá Íslandi. 

Vörn og markvarsla:  Þetta byrjaði ekki gæfulega og það var eins og menn nenntu ekki að spila vörn fyrstu 10 mínúturnar.  Síðan small vörnin og markvarslan kom með um leið og Hreiðar kom í markið, en hann átti stórbrotna markvörslu í seinni hálfleik og það gerði að mínum dómi að Ungverjar féllu í þá gryfju sem Íslendingar voru í fyrir þennan leik.  Sóknarleikur þeirra varð ómarkviss og ef þeir náðu skoti á markið þá stoppaði það á Hreiðari.  Semsagt sórbrotin markvarsla hjá Hreiðari og góður varnarleikur voru einn af þeim þáttum sem skóp svona sannfærandi sigur.

Sókn:  Loksins sá maður sóknarleik hjá íslenska liðinu.  Menn léku breitt á vellinum létu boltann ganga vel á milli sín og voru að spila á fínu tempói.  Strákarnir náðu að teygja vel á ungversku vörninni og um leið kom möguleiki á línuspili.  Snorri Steinn átti mjög góðan leik og þarna sýndi hann loksins sitt rétta andlit.  Óli Stefáns var ávallt góður og ógnandi, skorðai fín mörk og átti sendingar sem gáfu mörk.  Logi kom sterkur inn og sýndi hvers hann er megnugur þegar sjálfstraustið er í lagi.  Alexander Peterson var góður og dróg vagninn, þegar Óli var klipptur út, og skorðai fín mörk þegar Ísland var manni færri.  Semsagt góður sóknarleikur í 60 mínútur og þar þekki maður íslenska liðið.

Hraðaupphlaup og víti:  Hraðaupphlaupin voru góð þótt þau hefðu ekki nýst öll.  Seinni bylgjan, svokalla, kom frábærlega út.  Vítin voru öll góð, nema það eina sem Snorri klikkaði á, og örugg.  Þegar þetta nýtist í leikjum þá er hægt að ætlast til þess að lið vinni leiki.  Að nýta kanski öll hraðaupphlaup og víti í leik geta gefið liðinu um 15 auðveld mörk.

Semsagt góður leikur hjá Íslandi þar sem allt gekk upp og liðið spilaði eins og maður þekkir það gegn sterku liði ungverja.  Það er vonandi að liðið nái að taka þennan sigur með sér í leikinn á móti Spánverjum og sigra þá líka.  Þeir hafa alveg getu til þess eins og þeir spiluðu þennan leik.


Ísland - Frakkland

Þetta var erfiður leikur frá upphafi og við virkilega ramman reip að draga þar sem frakkarnir eru gríðalega sterkir, jafnt varnarlega sem sóknarlega.  Ísland átti aldrei möguleika gegn þeim.

Vörn og Markvarsla:  Það verður að segjast eins og er að vörn og markvarsla var virkilega léleg í þessum leik og átti aldrei möguleika.

Sókn:  Franska vörnin var firnasterk og markvarslan hjá þeim var góð en jafnframt var sóknarleikur Íslands var sem fyrr í þessari keppni mjög slakur og hægur.

Hraðaupphlaup og víti:  PASS!  Þetta var svo slakt að ég nenni ekki einu sinni að tala um það.

Það var náttúrlega aldrei hægt að ætlast til þess að Íslendingar ynnu Frakka, líkt og þeir gerðu í Magdeburg í fyrra.  Þetta franska lið fer trúlega alla leið og verður Evrópumeistari.


Ísland - Slóvakía

Jæja!  Íslendingum tókst að leggja Slóvaka nokkuð sannfærandi, 28 - 22, og er því að þakka stórkostlegum varnarleik í fyrri hálfleik sem lagði grunninn að ótrúlegri stöðu, 16 - 5, í hálfleik.  Í seinni hálfleik slökuðu íslensku leikmennirnir óþarflega mikið á klónni og slóvakar fengu að komast óþarflega nærri íslenska liðinu á kafla í seinni hálfleik.

Vörn og markvarsla:  Annan leikinn í röð er varnarleikur Íslands alveg súper allan leikinn og var það það sem skóp þennan sigur.  Ísland spilaði 5/1 vörn allan leikinn og tókst vel upp með hana,  þetta hafði mikil og truflandi áhrif á sóknarleik Slóvakanna sem gerði það að verkum að þeim vöru mjög mislagðar hendur þar á vellinum.  Í seinni hálfleik var kanski ekki eins öflugur varnarleikur, þó öflugur hafi verið.  Markvarslan var mjög góð í fyrri hálfleik en frekar léleg í seinni hálfleik.  Þetta er áhyggjuefni þar sem það vantar stöðugleika í markvörslunna, það er ekki bara nóg að hún sé góð í fyrri hálfleik en nánast engin í seinni.  Samt í heildina var markvarslan ásættanleg.

Sókn:  Sóknarleikurinn var betri í dag en á móti Svíum, en samt var hann ekki nógu góður.  Það vantaði í hann ákefðina í suma leikmenn, eins og t.d. Einar Hólmgeirs, sem er leikmaður sem á að geta miklu miklu meira.  Virðist eiga eitthvað erfitt með að finna sig og virkar ekki í standi til að spila þarna.  Garcia er heldur ekki að skila því sem hann á að skila.  En samt sem áður vantar hraðann í spilið og menn eru að hnoða spilinu alltof mikið inn á miðjunna, nýta ekki breiddina í spilinu, til að teygja á vörninni og fá þar af leiðandi möguleika á gegnumbrotum og línuspili.  Sókarleikurinn verður að batna til muna ef íslenska á að eiga möguleika gegn Frökkum á morgun.

Hraðaupphlaup og víti:  Hraðaupphlaupin voru góð og vel skipulögð og voru það fyrst og fremst þau sem skópu þennan sigur.  Varnarleikurinn gerði það að verkum að það var hægt að fá mjög auðveld hraðaupphlaup og nýttust þau flest og þarna þekkti maður Guðjón Val og Alexander.  Þetta var veisla fyrir þá.  Vítin voru aftur á móti skelfileg og ég held að það hafi bara nýst eitt að þessum þremur sem Ísland fékk.  Þetta hefði getað orðið dýrt ef um jafnan leik hefði verið að ræða.

Jú sigur er sigur sama hvernig hann vinnst en það er samt ákveðið áhyggjuefni að Íslendingar geti ekki haldið svona mikilli forystu, eins og þeir náðu í fyrri hálfleik.  Það er ekki nógu gott að að vinna fyrri hálfleikinn 16 - 5, en svo að fá á sig sautján mörk á sig í seinni hlafleik og skora ekki nema tólf.  Semsagt Ísland tapaði seinni hálfleiknum með 5 marka mun.  Þetta er ekki nógu gott og er visst áhyggjuefni fyrir framhaldið að geta ekki haldið forystu.


Ísland - Svíþjóð

Nú er ný lokið fyrsta leik íslenska landsliðsins og verður að segjast eins og er að það er búið að vera agalegt að horfa þennan leik þar sem svíar unnu 24 - 19.  Hér ætla ég að taka fyrir leikinn og reyna að leggja mat á hann. 

Vörn og markvarsla:  Varnir beggja liða voru góðar í heildina, sem sést best á skorinu í leiknum.  Varnarleikur beggja liða var að mínum dómi frábær og er það yfirleitt þannig, í handbolta, að ef vörnin er góð þá er markvarslan líka góð.  Svo sem ekki mikil vísindi á bakvið það.  Markvarslan var ívið betri Svía meginn og kemur það til af því að leikmenn íslenska liðsins voru að skjóta illa á sænska markvörðinn.  Birkir Ívar og Hreiðar stóðu sig vel í íslenska markinu og verða seint sakaðir um að hafa verið lélegir þessum leik.  Þeir voru góðir og í raun einu leikmenn íslenska liðsins ssem virtust tilbúnir í verkefnið frá upphafi.

Sókn:  Sóknarleikur Íslands var vægast sagt lélegur og var það að mínum dómi sem skilur á milli liðanna í kvöld.  Sóknin var hæg og úrræðaleysið algjört, allan hraða skorti í spilið og sendingafeilar voru of margir.  Það leit út fyrir að menn væru hræddir við að taka af skarið og þar af leiðandi var enginn sem náði flugi í sóknarleik Íslands, menn voru að taka illa ígrunduð skot sem Tomas Svenson átti auðvelt með að verja.  Eins og Guðmundur Guðmundsson benti réttilega á eftir leik áðan að hugarfarið var ekki rétt hjá íslensku leikmönnunum og engu líkara að það hafi orðið eftir inni í klefa.  Mér fannst svipað vera uppi á teningnum hjá Svíum þeir náðu sínum sóknarleik aldrei almennilega í gang, þeir skora flest mörk sín úr hraðaupphlaupum og hraðri miðju, eitthvað sem Íslendingum tókst ekki að gera nógu markvisst. 

Hraðaupphlaup og víti:  Það þarf ekkert að tala um það, svíarnir voru bara betri á þessu sviði handboltans.  Þeir nýttu sín hraðaupphlaup á meðan íslendingum tókst það ekki og þar skildi á milli liðanna.  Vítaköstin voru svipuð hjá liðunum.

Í heildina var þetta sem sagt lélegur sóknarleikur hjá Íslendingum, í 50 mínútur, sem skildu liðin að.  Hefði Íslenska liðið spilað betri sóknarleik á móti þessu sænska liði þá hefðu Ísland unnið þennan leik auðveldlega.  Það er mín skoðun á þessum leik.  Nú er bara vonandi að Íslendingar bíti í skjaldarrendur og vinni næstu tvo leiki.  Liðið hefur alveg getu til þess og það hefur oft sýnt magnaða leiki næst á eftir ef það hefur lent í mótlæti.  Ég hef bullandi trú á þessu áfram og veit að strákarnir taka sig saman í andlitinu og leggja sig alla fram í næstu tvo leiki og geri góða hluti.  Þeir skulda þjóðinni það og þeir skilda Alfreð það líka.


Fyrsta blogg ársins

Sökum anna, undir lok síðasta árs og í byrjun þessa, hef ég ekki haft tíma til að uppfæra þessa bloggsíðu mína.  En nú ætla ég að reyna að ráða bót á því. 

Á fimmtudaginn nk. hefst EM í handbolta og fyrir handboltaáhugamann eins og mig er það náttúrlega veisla.  Ég kem til með fjalla um leikina hér og reyna að rýna í hvað er gott og hvað er slæmt í leik íslenska liðsins.  Þetta verður alveg sjálfstæð umfjöllun og vonandi skemmtileg.

En þangað til!

Bless á meðan


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Höfundur

Kristján Eldjárn Þorgeirsson
Kristján Eldjárn Þorgeirsson
Höfundur er góður drengur og með ákveðnar skoðanir á mörgum málum. Honum er fátt óviðkomandi. Einnig er hann húmoristi og tekur þar af lífið mátulega hátíðlega
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband