Ísland - Slóvakía

Jæja!  Íslendingum tókst að leggja Slóvaka nokkuð sannfærandi, 28 - 22, og er því að þakka stórkostlegum varnarleik í fyrri hálfleik sem lagði grunninn að ótrúlegri stöðu, 16 - 5, í hálfleik.  Í seinni hálfleik slökuðu íslensku leikmennirnir óþarflega mikið á klónni og slóvakar fengu að komast óþarflega nærri íslenska liðinu á kafla í seinni hálfleik.

Vörn og markvarsla:  Annan leikinn í röð er varnarleikur Íslands alveg súper allan leikinn og var það það sem skóp þennan sigur.  Ísland spilaði 5/1 vörn allan leikinn og tókst vel upp með hana,  þetta hafði mikil og truflandi áhrif á sóknarleik Slóvakanna sem gerði það að verkum að þeim vöru mjög mislagðar hendur þar á vellinum.  Í seinni hálfleik var kanski ekki eins öflugur varnarleikur, þó öflugur hafi verið.  Markvarslan var mjög góð í fyrri hálfleik en frekar léleg í seinni hálfleik.  Þetta er áhyggjuefni þar sem það vantar stöðugleika í markvörslunna, það er ekki bara nóg að hún sé góð í fyrri hálfleik en nánast engin í seinni.  Samt í heildina var markvarslan ásættanleg.

Sókn:  Sóknarleikurinn var betri í dag en á móti Svíum, en samt var hann ekki nógu góður.  Það vantaði í hann ákefðina í suma leikmenn, eins og t.d. Einar Hólmgeirs, sem er leikmaður sem á að geta miklu miklu meira.  Virðist eiga eitthvað erfitt með að finna sig og virkar ekki í standi til að spila þarna.  Garcia er heldur ekki að skila því sem hann á að skila.  En samt sem áður vantar hraðann í spilið og menn eru að hnoða spilinu alltof mikið inn á miðjunna, nýta ekki breiddina í spilinu, til að teygja á vörninni og fá þar af leiðandi möguleika á gegnumbrotum og línuspili.  Sókarleikurinn verður að batna til muna ef íslenska á að eiga möguleika gegn Frökkum á morgun.

Hraðaupphlaup og víti:  Hraðaupphlaupin voru góð og vel skipulögð og voru það fyrst og fremst þau sem skópu þennan sigur.  Varnarleikurinn gerði það að verkum að það var hægt að fá mjög auðveld hraðaupphlaup og nýttust þau flest og þarna þekkti maður Guðjón Val og Alexander.  Þetta var veisla fyrir þá.  Vítin voru aftur á móti skelfileg og ég held að það hafi bara nýst eitt að þessum þremur sem Ísland fékk.  Þetta hefði getað orðið dýrt ef um jafnan leik hefði verið að ræða.

Jú sigur er sigur sama hvernig hann vinnst en það er samt ákveðið áhyggjuefni að Íslendingar geti ekki haldið svona mikilli forystu, eins og þeir náðu í fyrri hálfleik.  Það er ekki nógu gott að að vinna fyrri hálfleikinn 16 - 5, en svo að fá á sig sautján mörk á sig í seinni hlafleik og skora ekki nema tólf.  Semsagt Ísland tapaði seinni hálfleiknum með 5 marka mun.  Þetta er ekki nógu gott og er visst áhyggjuefni fyrir framhaldið að geta ekki haldið forystu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigga

 Vúú húú!! Gleði, gleði... ég hélt reyndar í byrjun seinni að þeir ætluðu að missa alveg niður um sig en þeir stóðu sig með stakri prýði þessir myndarlegu herramenn ;)

Anna Sigga, 19.1.2008 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Höfundur

Kristján Eldjárn Þorgeirsson
Kristján Eldjárn Þorgeirsson
Höfundur er góður drengur og með ákveðnar skoðanir á mörgum málum. Honum er fátt óviðkomandi. Einnig er hann húmoristi og tekur þar af lífið mátulega hátíðlega
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband